Erlent

Tyrkneska herstjórnin vill ráðast inn í Írak

Óli Tynes skrifar
Liðsmenn PKK safnast til kvöldbæna.
Liðsmenn PKK safnast til kvöldbæna.

Yfirmaður Tyrkneska herráðsins sagði í gær að frá hernaðarsjónarmiði væri nauðsynlegt að ráðast gegn kúrdiskum uppreisnarmönnum í Norður-Írak. Tyrkir hafa gert margar slíkar árásir á umliðnum árum, en ekki síðan bandamenn hernámu Írak árið 2003. Yfirmaður herráðsins tók fram að ekki hefði enn verið farið fram á það við stjórnvöld að þau leyfðu herför inn í Írak.

Evrópusambandið hefur engu að síður áhyggjur af þessum ummælum hershöfðingjans, og hvatti í dag til þess að málið yrði leyst eftir diplomatiskum leiðum. Diplomatar sambandsins viðurkenna að hinn útlægi Kúrdiski verkamannaflokkur, PKK, sé verulegt vandamál fyrir Tyrkland. Skæruliðasveitir hans halda til í fjallendinu í norðurhluta Íraks og gera tíðar árásir yfir landamærin.

Evrópusambandið skilgreinir PKK sem hryðjuverkasamtök.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×