Erlent

Eldar í Los Angeles

Slökkviliðsmaður slekkur eld í húsi í Hollywood hæðunum.
Slökkviliðsmaður slekkur eld í húsi í Hollywood hæðunum. MYND/AFP
Miklir eldar geisa nú í hæðum Los Angeles. Hafa þeir þegar skemmt nokkur heimili en mikill vindur er í borginni. Vindhraði hefur náð allt að 80 kílómetrum á klukkustund. Upptök eldsins voru á þann hátt að vindhviða feikti rafmagnslínum um koll sem kveiktu í þurru grasi í hæðunum. Slökkviliðsmenn hafa náð stjórn á eldinum en um 200 eru á staðnum auk þess sem þyrlur eru notaðar í baráttunni við eldinn. Minni eldar kviknuðu einnig annars staðar í og við Los Angeles en þeir ollu litlu sem engu tjóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×