Erlent

Þjóðverjar réttlæta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna

Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands.
Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands. MYND/AFP

Þýski varnarmálaráðherrann, Franz Josef Jung, segir að kjarnorkuáætlun Írana réttlæti eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í austurhluta Evrópu. Rússar hafa lýst yfir óánægju með eldflaugakerfið. Jung sagði það nauðsynlegt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn ríkjum sem ógna Evrópu á einhvern hátt. Hann nefndi þó ekki Íran sérstaklega.

Jung er hæst setti Þjóðverjinn sem ver áætlanir Bandaríkjamanna um eldflaugakerfið. Töluverð óánægja hefur verið með það á meðal samstarfsflokka Angelu Merkel. Jung bætti þó við að enn væri hægt að notast við viðræður til þess að koma í veg fyrir að Íran yrði kjarnorkuveldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×