Erlent

Súdan og Sameinuðu þjóðirnar ná samkomulagi

Jónas Haraldsson skrifar
Flóttamenn í Darfúr-héraði Súdan.
Flóttamenn í Darfúr-héraði Súdan. MYND/AFP

Súdan hefur náð samkomulagi við Sameinuðu þjóðirnar og Afríkusambandið um að hleypa takmörkuðum fjölda friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum inn í landið. Eiga þeir að styðja við bakið á 7.000 manna liði Afríkusambandsins sem þar er.

Sæst var á þetta eftir mikla fundi í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, á mánudaginn var. Samkvæmt samkomulaginu verður hluti af hinum nýju friðargæsluliðum í stuðningshlutverki frekar en við beina friðargæslu. Þeir munu meðal annars fá flugvélar frá Sameinuðu þjóðunum en þær eru talda nauðsynlegar til þess að ná fljótt og örugglega á staði sem erfitt er að komast til.

Upphaflega höfðu Sameinuðu þjóðirnar og Súdan náð samkomulagi um friðargæsluliða í nóvember á síðasta ári en forseti Súdan sagði sig síðan úr því samkomulagi. Áfanginn sem náðist á mánudaginn er því talinn mjö mikilvægur. Talið er að Kína, sem er með mikil umsvif í Súdan, hafi sett þrýsting á forseta Súdan og að það hafi gert gæfumuninn.

Áætlað er að um 200.000 hafi látið lífið í átökum í Darfúr héraði Súdan og að allt að 2,5 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×