Erlent

Bemba farinn til Portúgal

Fyrrum uppreisnarleiðtoginn Jean-Pierre Bemba, sem nú er í stjórnarandstöðu í landinu Austur-Kongó, fór í morgun til Portúgal til þess að leita læknis. Bemba hefur eytt undanförnum þremur vikum í sendiráði Suður-Afríku en þar hafði hann beðist hælis eftir að átök hófust á milli stuðningsmanna hans og stjórnarhersins.

Talið er að um 600 manns hafi látið lífið í þeim átökum og sakaði Bemba stjórnarherinn um að ætla að ráða sig af dögum. Brottför Bemba er talin áfall fyrir lýðræðisþróunina í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×