Erlent

Gore vonast eftir umhverfisvakningu

Al Gore þegar hann bar vitni fyrir nefnd bandaríska þingsins um áhrif gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytinga.
Al Gore þegar hann bar vitni fyrir nefnd bandaríska þingsins um áhrif gróðurhúsalofttegunda og loftslagsbreytinga. MYND/AFP

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og einn helsti talsmaður umhverfisins, vonast til þess að tónleikaröð hans, Live Earth, eigi eftir að gera jafn mikið fyrir umhverfismál og Live Aid tónleikarnir gerðu fyrir málefni Afríku.

Gore er um þessar mundir að reyna að telja stórstjörnur poppheimsins á að koma fram og hingað til hefur hann náð samkomulagi við Madonnu, Red Hot Chilli Peppers og stórsöngvarann James Blunt.

Live Aid tónleikarnir verða fyrirmynd Live Earth tónleikanna og fara þeir fram í Lundúnum, New Jersey, Río de Janeiro, Shanghai, Sidney og Tókíó. Talið er að allt að tveir milljarðar manna eigi eftir að horfa á tónleikana, sem eiga að fara fram þann 7. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×