Erlent

Rosalega dýr bleyja

Óli Tynes skrifar
Kona sem var á leið frá Dusseldorf, í Þýskalandi, til Kosovo ásamt þriggja mánaða barni sínu var handtekin þegar öryggisverðir á flugvellinum fundu 100 þúsund evrur í bleyju barnsins. Í ljós kom að peningarnir komu frá gjaldþrota fyrirtæki sem ættingi móðurinnar átti, og hún var að reyna að smygla þeim úr landi.

Konunni datt það snjallræði í hug að troða peningunum ofan í bleyju barnsins, til að koma þeim í gegnum öryggiseftirlitið.

En til þess að peningarnir skemmdust nú ekki ef barnið pissaði á sig, vafði hún þeim inn í álpappír. Málmleitartæki í flugstöðinni vældu náttúrlega eins og þriðja heimsstyrjöldin væri að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×