Sport

Fyrirhafnarlítill sigur hjá Valuev

Tröllið Valuve gnæfði yfir allt og alla í Basel í gær
Tröllið Valuve gnæfði yfir allt og alla í Basel í gær AFP
Tröllið Nikolay Valuev átti nokkuð náðugt kvöld í Sviss í gærkvöldi þegar hann tryggði sér WBC heimsmeistaratitilinn í þungavigt með sigri á Bandaríkjamanninum Jameel McCline, eftir að sá síðarnefndi sleik liðband í hnénu á sér í þriðju lotu og varð að hætta.

"Hann þjáðist gríðarlega og bókstaflega öskraði af sársauka. Þetta var ömurleg leið til að enda titilbardaga," sagði þjálfari Bandaríkjamannsins eftir að bardaginn var flautaður af.

"Það er mikilvægt fyrir 120 kílóa mann að halda jafnvæginu í svona bardaga, en hann gat það ekki. Það var hræðilegt fyrir hann að enda bardagann á þennan hátt, en það hefði geta verið miklu verra. Ég var farinn að venjast bardagaaðferð hans og hefði rotað hann í fimmtu eða sjöttu lotu," sagði tröllið Valuev og gnæfði yfir allt og alla í hringnum eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Hinn 33 ára gamli Valuev á nú að baki 46 bardaga og hefur unnið þá alla - 33 þeirra á rothöggi. Þetta var þriðja titilvörn hans á ferlinum. Þeir 9000 áhorfendur sem fylgdust með bardaganum í Basel, héldu flestir með Bandaríkjamanninum - en bauluðu svo á hann eftir að hann meiddist.

Talið er víst að næsti andstæðingur Valuev verði Rússinn Ruslan Chagaev, en beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir einvígi Valuev og Wladimir Klitschko, þar sem öll beltin yrðu þá væntanlega lögð undir.
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×