Innlent

Á þriðja þúsund undirskriftir

Forsvarsmenn íbúasamtaka Breiðholts afhentu borgarstjóra á þriðja þúsund undirskriftir fólks sem er á móti því að gullnáma með spilakössum verði opnuð í Mjóddinni.

Borgarstjóri sem sjálfur býr í Breiðholti hefur sýnt það undanfarnar vikur að hann er á móti því að salur með söfnunarkössum frá Háskóla Íslands verði opnaður í Mjóddinni. Spurning er hvort hann hafi verið rétti maðurinn til að taka á móti undirskriftunum. Helgi Kristófersson, formaður íbúasamtaka Breiðholts, segir að með undirskriftunum hafi þau viljað styðja við bakið á borgarstjóra sem hafi staðið sig með prýði í málinu.

Og borgarstjóri er bjartsýnn á spilakössum fjölgi ekki í Mjóddinni og segist hafa átt góða fundi með forsvarsmönnum Háskóla Íslands.

Vilhjámur segir þjóðina þurfa að ákveða hvert hún vill stefna í sambandi við fjárhættuspil en sjálfur er hann á móti spilakössum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×