Rússar gerðir afturreka með óvæntar tillögur á allsherjarþingi SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 06:48 Rússar voru gerðir afturreka með tillögur sínar. AP/Frank Franklin II Rússar reyndu að koma í veg fyrir samþykkt „samkomulags um framtíðina“ sem tekið var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Rússar lögðu til að atkvæðagreiðslu um samkomulagið yrði frestað en 143 ríki greiddu atkvæði á móti og aðeins sjö með. Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar. Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar.
Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira