Úkraínumenn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Marko Mihkelson, formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins, var ómyrkur í máli gagnvart Rússlandi í pallborðsumræðum í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hann segir varasamt að styðja ekki almennilega við bakið á Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. Vísir/Vilhelm Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira