„Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2024 17:33 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. Landsbankinn hækkaði breytilega vexti verðtryggðra íbúðalána um fjórðung úr prósenti í dag. Eftir vaxtabreytinguna verða breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum bankans 4 prósent á grunnlánum og 5 prósent á viðbótarlánum. Þá hækka vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,50 prósentustig. Arion banki og Íslandsbanki hækkuðu sína vexti um 0,4 til 0,5 prósentustig í síðustu viku. 4,64% Arion hækkaði um 0,60 prósentustig4,7% Íslandsbanki hækkaði um 0,50 prósentustig4% Landsbankinn hækkaði um 0,25 prósentustig Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja og fimm ára lækka um 0,20 prósentustig hjá Landsbanka. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir fjármagnskostnað stjórna breytingunni. „Þetta er allt tengt fjármagnskostnaði bankans. Þannig hefur slíkur kostnaður kringum verðtryggð lán aukist en dregist saman kringum óverðtryggð lán,“ segir Lilja. Aðeins fyrstu kaupendur fá jafngreiðslulán Nú býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Kostir slíkra lána samkvæmt upplýsingum fjármálastofnanna er að greiðslubyrðin helst stöðug yfir lánstímann ef vextir eru fastir eða sveiflast lítið en hins vegar greiðist höfuðstóllinn hægar niður í samanburði við lán með jöfnum afborgunum. Lántakandinn greiðir hins vegar meira fyrir lánið í heild sinni en væri hann með jafnar afborganir allan tímann. „Fyrstu kaupendum býðst enn sá kostur að vera með sem minnsta greiðslubyrði. Það hjálpar þeim á erfiðum fasteignamarkaði“ segir Lilja. Aðspurð um hvort þetta séu ekki séu dýrustu lánin svara Lilja: „Þetta aðstoðar fólk á ákveðnum stað. En auðvitað viljum við að sem flestir komist út úr þessum lánum. Það má líka líta til þess að við erum að lækka vexti á óverðtryggðum lánum til þriggja og fimm ára og vonumst til þess að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán.“ Ekki svigrúm þrátt fyrir hagnað Landsbankinn hagnaðist um 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs sem er um sex milljörðum meira en bæði Íslandsbanki og Arion á sama tíma. Lilja segir að þrátt fyrir hagnaðinn hafi ekki verið svigrúm til að halda aftur að vaxtahækkunum á verðtryggðum lánum. „Hagnaður okkar fyrstu sex mánuði ársins er einfaldlega í takt við það sem bankinn á að vera að skila. Þó þetta séu stórar tölur þá skiptir máli að bankinn sé rekinn með góðri afkomu. Hagnaðurinn er ekki óhóflegur í neinum samanburði við stærð bankans. En við erum alltaf að skoða hvernig við getum komið sem best á móts við viðskiptavini okkar. Við erum að gera frekar hóflegar breytingar á útlánakjörum til að horfa til þess að vonandi muni fjármagnskjör lækka fljótlega,“ segir Lilja. Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. 23. september 2024 09:16 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ 13. september 2024 15:21 Arion banki hækkar vexti hressilega Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun. 11. september 2024 10:19 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Landsbankinn hækkaði breytilega vexti verðtryggðra íbúðalána um fjórðung úr prósenti í dag. Eftir vaxtabreytinguna verða breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum bankans 4 prósent á grunnlánum og 5 prósent á viðbótarlánum. Þá hækka vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,50 prósentustig. Arion banki og Íslandsbanki hækkuðu sína vexti um 0,4 til 0,5 prósentustig í síðustu viku. 4,64% Arion hækkaði um 0,60 prósentustig4,7% Íslandsbanki hækkaði um 0,50 prósentustig4% Landsbankinn hækkaði um 0,25 prósentustig Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja og fimm ára lækka um 0,20 prósentustig hjá Landsbanka. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir fjármagnskostnað stjórna breytingunni. „Þetta er allt tengt fjármagnskostnaði bankans. Þannig hefur slíkur kostnaður kringum verðtryggð lán aukist en dregist saman kringum óverðtryggð lán,“ segir Lilja. Aðeins fyrstu kaupendur fá jafngreiðslulán Nú býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Kostir slíkra lána samkvæmt upplýsingum fjármálastofnanna er að greiðslubyrðin helst stöðug yfir lánstímann ef vextir eru fastir eða sveiflast lítið en hins vegar greiðist höfuðstóllinn hægar niður í samanburði við lán með jöfnum afborgunum. Lántakandinn greiðir hins vegar meira fyrir lánið í heild sinni en væri hann með jafnar afborganir allan tímann. „Fyrstu kaupendum býðst enn sá kostur að vera með sem minnsta greiðslubyrði. Það hjálpar þeim á erfiðum fasteignamarkaði“ segir Lilja. Aðspurð um hvort þetta séu ekki séu dýrustu lánin svara Lilja: „Þetta aðstoðar fólk á ákveðnum stað. En auðvitað viljum við að sem flestir komist út úr þessum lánum. Það má líka líta til þess að við erum að lækka vexti á óverðtryggðum lánum til þriggja og fimm ára og vonumst til þess að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán.“ Ekki svigrúm þrátt fyrir hagnað Landsbankinn hagnaðist um 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs sem er um sex milljörðum meira en bæði Íslandsbanki og Arion á sama tíma. Lilja segir að þrátt fyrir hagnaðinn hafi ekki verið svigrúm til að halda aftur að vaxtahækkunum á verðtryggðum lánum. „Hagnaður okkar fyrstu sex mánuði ársins er einfaldlega í takt við það sem bankinn á að vera að skila. Þó þetta séu stórar tölur þá skiptir máli að bankinn sé rekinn með góðri afkomu. Hagnaðurinn er ekki óhóflegur í neinum samanburði við stærð bankans. En við erum alltaf að skoða hvernig við getum komið sem best á móts við viðskiptavini okkar. Við erum að gera frekar hóflegar breytingar á útlánakjörum til að horfa til þess að vonandi muni fjármagnskjör lækka fljótlega,“ segir Lilja.
4,64% Arion hækkaði um 0,60 prósentustig4,7% Íslandsbanki hækkaði um 0,50 prósentustig4% Landsbankinn hækkaði um 0,25 prósentustig
Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. 23. september 2024 09:16 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ 13. september 2024 15:21 Arion banki hækkar vexti hressilega Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun. 11. september 2024 10:19 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. 23. september 2024 09:16
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18
Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ 13. september 2024 15:21
Arion banki hækkar vexti hressilega Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun. 11. september 2024 10:19