Forstjórinn farinn Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 10. október 2007 00:01 Nick Staggs, forstjóri Landsbankans í Lundúnum, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Jim Renwick, fyrrverandi forstjóri Bridgewell. Breskir fjölmiðlar segja marga farna frá Landsbankanum í Bretlandi. Bankastjórinn segir eðlilegar skýringar á málinu. Fjöldi starfsfólks breska fjármála- og verðbréfafyrirtækisins Bridgewell, hefur látið af störfum eftir að Landsbankinn keypti fyrirtækið í maí síðastliðnum. Þar á meðal eru nokkrir af æðstu stjórnendum fyrirtækisins, svo sem Jim Renwick, fyrrverandi forstjóri Bridgewell, sem tók poka sinn á föstudag í síðustu viku. Renwick átti veigamikinn þátt í sölunni á fyrirtækinu og er sagður hafa fundað hér á landi ásamt bankastjórum Landsbankans áður en greint var frá kaupunum opinberlega. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að upphaflega hafi ekki verið gert ráð fyrir því að Renwick myndi hætta en það hafi verið óhjákvæmilegt þegar á leið. Breska blaðið Financial News segir fjórðung starfsfólks Bridgewell, eða 27, hafa hætt störfum og megi reikna með að fleiri starfsmenn muni hugsa sér til hreyfings á næstunni. Sigurjón segir fréttirnar ýktar en að tölurnar séu allt of lágar: „Það eru örugglega miklu fleiri starfsmenn sem hafa hætt, þeir eru nær því að vera um áttatíu,“ segir hann og bendir á að skurkur í starfsmannahaldi eigi sér eðlilegar skýringar. Landsbankinn hefur í kjölfar kaupanna á Bridgewell, sem lauk í ágúst, sameinað fyrirtækið og Teather & Greenwood í eina sæng en saman mynda þau Landsbanki Securities (UK) Ltd, verðbréfadeild Landsbankans í Bretlandi. Nick Stagg, forstjóri Landsbankans í Lundúnum, sagði í samtali við Markaðinn í síðustu viku að fréttir um fólksflótta úr herbúðum fyrirtækisins væru stórlega ýktar í breskum fjölmiðlum. Þar var því haldið fram að fjöldi fyrrverandi starfsfólks Bridgewell hefði hætt eftir að Landsbankinn í London hefði lokið við að taka félagið yfir í ágúst. Boð um háan bónus hefði ekki nægt til að halda fólkinu í starfi. Sigurjón segir að gert hafi verið ráð fyrir því að einhverjum yrði sagt upp hjá Bridgewell vegna samþættingarinnar og hafi starfslokasamningar verið gerðir við marga vegna þessa. „Saman voru þetta fyrirtæki með um þrjú hundruð starfsmenn sem við þurftum að sameina í eitt fyrirtæki með um 220 til 230 manns. Í því felst auðvitað að um sjötíu til áttatíu manns verða að hætta,“ segir Sigurjón og bendir á að fjölda fólks hafi verið sagt upp. „Það er fullkomnlega eðlilegt.“ Sex starfsmenn Bridgewell hættu í kjölfarið sem ekki var reiknað með að myndu hugsa sér til hreyfings, að sögn Sigurjóns. „Við sjáum sérstaklega eftir tveimur en þeir fóru yfir til keppinauta okkar. Hinir fóru að gera eitthvað allt annað,“ segir hann. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í maí 2007 segir í frétt frá Landsbankanum að Jim Renwick verði næstráðandi í Landsbankanum í London eftir kaupin á Bridgewell. Stjórnendur Bridgewell og lykilstarfsmenn hafi skuldbundið sig til áframhaldandi starfa í sameinuði fyrirtæki. Markaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breskir fjölmiðlar segja marga farna frá Landsbankanum í Bretlandi. Bankastjórinn segir eðlilegar skýringar á málinu. Fjöldi starfsfólks breska fjármála- og verðbréfafyrirtækisins Bridgewell, hefur látið af störfum eftir að Landsbankinn keypti fyrirtækið í maí síðastliðnum. Þar á meðal eru nokkrir af æðstu stjórnendum fyrirtækisins, svo sem Jim Renwick, fyrrverandi forstjóri Bridgewell, sem tók poka sinn á föstudag í síðustu viku. Renwick átti veigamikinn þátt í sölunni á fyrirtækinu og er sagður hafa fundað hér á landi ásamt bankastjórum Landsbankans áður en greint var frá kaupunum opinberlega. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að upphaflega hafi ekki verið gert ráð fyrir því að Renwick myndi hætta en það hafi verið óhjákvæmilegt þegar á leið. Breska blaðið Financial News segir fjórðung starfsfólks Bridgewell, eða 27, hafa hætt störfum og megi reikna með að fleiri starfsmenn muni hugsa sér til hreyfings á næstunni. Sigurjón segir fréttirnar ýktar en að tölurnar séu allt of lágar: „Það eru örugglega miklu fleiri starfsmenn sem hafa hætt, þeir eru nær því að vera um áttatíu,“ segir hann og bendir á að skurkur í starfsmannahaldi eigi sér eðlilegar skýringar. Landsbankinn hefur í kjölfar kaupanna á Bridgewell, sem lauk í ágúst, sameinað fyrirtækið og Teather & Greenwood í eina sæng en saman mynda þau Landsbanki Securities (UK) Ltd, verðbréfadeild Landsbankans í Bretlandi. Nick Stagg, forstjóri Landsbankans í Lundúnum, sagði í samtali við Markaðinn í síðustu viku að fréttir um fólksflótta úr herbúðum fyrirtækisins væru stórlega ýktar í breskum fjölmiðlum. Þar var því haldið fram að fjöldi fyrrverandi starfsfólks Bridgewell hefði hætt eftir að Landsbankinn í London hefði lokið við að taka félagið yfir í ágúst. Boð um háan bónus hefði ekki nægt til að halda fólkinu í starfi. Sigurjón segir að gert hafi verið ráð fyrir því að einhverjum yrði sagt upp hjá Bridgewell vegna samþættingarinnar og hafi starfslokasamningar verið gerðir við marga vegna þessa. „Saman voru þetta fyrirtæki með um þrjú hundruð starfsmenn sem við þurftum að sameina í eitt fyrirtæki með um 220 til 230 manns. Í því felst auðvitað að um sjötíu til áttatíu manns verða að hætta,“ segir Sigurjón og bendir á að fjölda fólks hafi verið sagt upp. „Það er fullkomnlega eðlilegt.“ Sex starfsmenn Bridgewell hættu í kjölfarið sem ekki var reiknað með að myndu hugsa sér til hreyfings, að sögn Sigurjóns. „Við sjáum sérstaklega eftir tveimur en þeir fóru yfir til keppinauta okkar. Hinir fóru að gera eitthvað allt annað,“ segir hann. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í maí 2007 segir í frétt frá Landsbankanum að Jim Renwick verði næstráðandi í Landsbankanum í London eftir kaupin á Bridgewell. Stjórnendur Bridgewell og lykilstarfsmenn hafi skuldbundið sig til áframhaldandi starfa í sameinuði fyrirtæki.
Markaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira