Ég er kominn í rétta stöðu 12. júní 2007 09:30 Bjarni Guðjónsson fagnar hér marki með Skagamaönnum en hann hefur verið að leika vel í sumar. Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. „Við höfum lagt upp með að spila góðan fótbolta síðan kallinn tók við og æfingarnar í vetur voru byggðar upp á fótbolta og lítið um hlaup. Það er rétt stefna að mínu mati," sagði Bjarni en ÍA lék engan kraftabolta gegn KR heldur hraðan og léttleikandi fótbolta. Smá áherslubreytingar voru á leik ÍA en Helgi Pétur var djúpur fyrir aftan Bjarna og Jón Vilhelm og segir Bjarni að þetta leikkerfi henti sér mjög vel. „Þessi staða hentar mér betur en þær stöður sem ég spilaði áður. Nú get ég farið meira fram á við og það hentar mér betur," sagði Bjarni sem hefur mikla ábyrgð í liðinu en honum líkar það vel. „Ég geri þá kröfu á sjálfan mig að spila vel og við reynslumeiri mennirnir eigum að draga vagninn. Það er bara sjálfsögð krafa." Það gekk afar illa hjá ÍA að fá erlendan liðsstyrk fyrir mótið en að lokum komu tveir sterkir Króatar sem hafa þegar sett mikinn svip á ÍA-liðið. „Það skiptir öllu að fá þessa menn inn enda sárvantaði okkur slíka menn. Hefðu þeir komið fyrr þá værum við ofar í deildinni," sagði Bjarni sem telur ekki að FH muni stinga af enda hafi ÍA og Fylkir sýnt hvað sé hægt að gera gegn FH. Það hefur mikið verið talað um skort á vel spilandi miðjumönnum í íslenska landsliðinu og mörgum finnst það skrítið að Eyjólfur gangi fram hjá mönnum á borð við Bjarna og bróður hans, Jóhannesi Karli. „Ég tók þá ákvörðun sem atvinnumaður að hætta að svekkja mig á því þegar ég er ekki valinn í landsliðið. Þegar ég var atvinnumaður var það gríðarlega svekkjandi að vera ekki valinn en er það ekki lengur," sagði Bjarni sem hefur síður en svo gefið það upp á bátinn að leika aftur með landsliðinu. „Ég hef ekki lagt landsliðsskónum en velti mér ekki upp úr því þó ég sé ekki valinn. Ég gef enn kost á mér og yrði ánægður ef kallið kæmi," sagði Bjarni Guðjónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. „Við höfum lagt upp með að spila góðan fótbolta síðan kallinn tók við og æfingarnar í vetur voru byggðar upp á fótbolta og lítið um hlaup. Það er rétt stefna að mínu mati," sagði Bjarni en ÍA lék engan kraftabolta gegn KR heldur hraðan og léttleikandi fótbolta. Smá áherslubreytingar voru á leik ÍA en Helgi Pétur var djúpur fyrir aftan Bjarna og Jón Vilhelm og segir Bjarni að þetta leikkerfi henti sér mjög vel. „Þessi staða hentar mér betur en þær stöður sem ég spilaði áður. Nú get ég farið meira fram á við og það hentar mér betur," sagði Bjarni sem hefur mikla ábyrgð í liðinu en honum líkar það vel. „Ég geri þá kröfu á sjálfan mig að spila vel og við reynslumeiri mennirnir eigum að draga vagninn. Það er bara sjálfsögð krafa." Það gekk afar illa hjá ÍA að fá erlendan liðsstyrk fyrir mótið en að lokum komu tveir sterkir Króatar sem hafa þegar sett mikinn svip á ÍA-liðið. „Það skiptir öllu að fá þessa menn inn enda sárvantaði okkur slíka menn. Hefðu þeir komið fyrr þá værum við ofar í deildinni," sagði Bjarni sem telur ekki að FH muni stinga af enda hafi ÍA og Fylkir sýnt hvað sé hægt að gera gegn FH. Það hefur mikið verið talað um skort á vel spilandi miðjumönnum í íslenska landsliðinu og mörgum finnst það skrítið að Eyjólfur gangi fram hjá mönnum á borð við Bjarna og bróður hans, Jóhannesi Karli. „Ég tók þá ákvörðun sem atvinnumaður að hætta að svekkja mig á því þegar ég er ekki valinn í landsliðið. Þegar ég var atvinnumaður var það gríðarlega svekkjandi að vera ekki valinn en er það ekki lengur," sagði Bjarni sem hefur síður en svo gefið það upp á bátinn að leika aftur með landsliðinu. „Ég hef ekki lagt landsliðsskónum en velti mér ekki upp úr því þó ég sé ekki valinn. Ég gef enn kost á mér og yrði ánægður ef kallið kæmi," sagði Bjarni Guðjónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira