Fótbolti

Cassano og Diarra settir út úr hópnum

Cassano hefur ekki átt gott samband við þjálfara sinn
Cassano hefur ekki átt gott samband við þjálfara sinn NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello.

Atvikið átti sér stað skömmu fyrir leik Real og Espanyol síðasta sunnudag, en þá náðust þeir félagar á band þar sem þeir ræddu sín á milli hve furðulegt það væri að Capello veldi alltaf Emerson í byrjunarliðið óháð því hvernig hann stæði sig í leikjum.

Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Cassano lendir í vandræðum í viðskiptum sínum við þjálfarann, en hann var settur í leikbann í október eftir að hann las Capello pistilinn fyrir að skipta sér af velli í einum leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×