Innlent

Vill ekki að Álfheiður víki fyrir sér

Óvíst er hvort reglur um kynjakvóta verði notaðar við uppröðun á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Kvótinn þýðir að kona þarf að víkja fyrir karli til að jafna kynjahlutfallið, eftir forval flokksins, í gær.

Ögmundur Jónasson fékk flest atkvæði í fyrsta sæti eða 832. Katrín Jakobsdóttir fékk 665 atkvæði og Kolbrún Halldórsdóttir hlaut 591. Flest atkvæði í annað sæti listanna hlutu þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson. Reglur forvalsins kveða hins vegar á um jafna skiptingu kynja og samkvæmt henni á Álfheiður Ingadóttir að víkja úr öðru sæti fyrir Gesti Svavarssyni sem hlaut flest atkvæði í þriðja sæti. Ekki er víst að svo verði því kjörstjórn á eftir að stilla upp listunum og vildi formaður hennar ekki tjá sig um málið í dag.

Gestur segir að honum finnst þó óeðlilegt að hann komi í stað Álfheiðar þó hann muni að sjálfsögðu fara eftir því sem kjörstjórn ákveður. Gestur segir þessa afstöðu sína hafa legi fyrir lengi því honum finnst ekki eigi að gera slíkt í nafni kvenfrelsis þar sem karlar eigi ekki við ramman reip að draga í stjórnmálum. Álfheiður Ingadóttir segir niðurstöðuna sýna að ekki þurfi að lyfta konum sérstaklega í Vinstri grænum eins og í öðrum flokkum og því sé ekki þörf fyrir kynjakvóta.

1093 tóku þátt í forvalinu en 1796 voru á kjörskrá og var kjörsókn því 61 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×