Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 10:26 Svandís tilkynnti ákvörðun sína að loknum ríkisstjórnarfundi á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira