Krefja blaðamann Samstöðvarinnar um fimmtán milljónir Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2024 08:02 Lögfræðingarnir Vilhjálmur og Gísli munu takast á um skrif Hjálmars Friðrikssonar fyrir héraðsdómi. vísir/ívar fannar/vilhelm Fjárfestarnir Arnar Hauksson, Jón Einar Eyjólfsson og Pétur Árni Jónsson hafa sett fram kröfu á hendur Hjálmari Friðrikssyni blaðamanni Samstöðvarinnar. Þeir vilja að hann greiði þeim þrjár milljónir hverjum í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ótilhlýðilegra skrifa. Gísli Tryggvason lögmaður Hjálmars krefst sýknu. Auk krafna þremenninganna, sem vilja fá þrjár milljónir á mann frá Hjálmari, gerir félag þeirra Elja-þjónustumiðstöð atvinnulífsins kröfu upp á 3 milljónir í skaðabætur vegna fjártjóns og þrjár milljónir að auki í miskabætur. Þá bætast við kröfur um málskostnað og dráttarvexti. Málið er á dagskrá héraðsdóms 17. desember 2024. Undir eru tvær fréttir sem Hjálmar skrifaði á vef Samstöðvarinnar um alvarlegan bruna á Funahöfða í Reykjavík í október 2023 þar sem rúmlega sextugur pólskur karlmaður lét lífið. Fréttirnar eru undir fyrirsögnunum: „Arnar, Pétur Árni og Jón Einar eru nútíma þrælahaldarar“ Og: „Lést í húsi Péturs, Jóns Einars og Arnars“. Ummælin sem þremenningarnir krefjast að verði dæmd dauð og ómerk eru: Sannleikurinn er þó að Elja stundar nútíma þrælahald, sem hefur nú dregið mann til dauða á Íslandi Nú hafa þessir vafasömu starfshættir dregið mann til dauða. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það má hafa góðar tekjur af þrælahaldi. Svo er raunin með Elju. Vísir hefur stefnuna undir höndum og er óhætt að segja að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður þeirra Péturs, Jóns Einars og Arnars, gefi hinum stefnda engin grið. Hann fordæmir fréttaflutninginn fortakslaust og segir hann, með öðrum orðum, rakalausan þvætting. Hjálmar Friðriksson er nú um stundir eini blaðamaður Samstöðvarinnar en honum hefur nú verið stefnt af hálfu þriggja athafnamanna. heimildin „Stefndi sparaði ekki gífuryrðin í umfjöllun sinni en hann fullyrti að stefnendur væru nútíma þrælahaldarar, sem stæðu fyrir samfélagslegu krabbameini og þrælahaldi með rekstri fyrirtækis í eigu stefnenda Elju, sem hafi nú dregið mann til dauða á Íslandi.“ Vilhjálmur segir fyrir liggja að maðurinn sem lést í brunanum hafi aldrei starfað hjá Elju og hafi verið án atvinnu síðustu árin. „Öll hin umstefndu ummæli eru staðhæfingar um staðreyndir, beinar ásakanir þess efnis að stefnendur [hafi] gerst sekir um alvarleg hegningarlagabrot og siðferðilega ámælisverða háttsemi, sem ekki er fótur fyrir. Öll ummælin eru því til þess fallin að meiða æru stefnenda.“ Óbeit Hjálmars á stefnendum skín í gegn Í stefnunni er Hjálmar sagður ganga á svig við siðareglur blaðamanna, sleppa úr því sem hentar en vitna í aðra miðla með það sem hentar, að honum sé augljóslega í nöp við þá sem koma við sögu og öll frásögnin sé undirorpin hati á þeim. „Ekki verður betur séð en stefndi hafi þverbrotið flestar þær reglur sem gilda um störf blaðamanna með skrifum sínum um stefnda,“ skrifar Vilhjálmur í stefnu sinni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður mannanna þriggja sem telja á sér brotið og hann gefur ekki þumlung eftir í stefnunni.vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Hann vitnar þar til 26. greinar laga um fjölmiðla og 2. og 6. grein siðareglna BÍ frá 2023 og almennt óskráðar reglur um rétt til andsvara. „Stefndi var því ekki í góðri trú þegar hann skrifaði fréttirnar um stefnda 17. október 2023, eins og áður tilvitnuð ummæli í svari lögmanns hans frá 24. október 2023, sanna.“ Og þannig gengur dælan: „Umfjöllun er hlutdræg og óbeit stefnda á stefnendum skín í gegn.“ Vilhjálmur segir það hlutverk opinbers valds að rannsaka, ákæra og dæma fyrir refsiverða háttsemi, ekki fjölmiðla. Vilhjálmur segir það svo að Samstöðin sé fjölmiðill, hún sé skráð sem slík hjá Fjölmiðlanefnd. En blaðamaður geri sig engu að síður sekan um að stela myndum af þremenningunum og ganga þannig gróflega gegn friðhelgi þeirra. Gildisdómur um mikilvægt mál Gísli Tryggvason er verjandi Hjálmars og Vísir hefur jafnframt greinargerð hans undir höndum. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að vissulega sé krafan kröftuglega orðuð en það þurfi þá bara að verjast því. Í greinargerð Gísla vekur meðal annars athygli að hann hyggst kalla til vitnis Stefán Ólafsson prófessor og Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna. Hann krefst sýknu en til þrautavara niðurfellingar eða verulegrar lækkunar bótakrafna. Gísli segir það rétt, stefnan er hörð en þá sé bara að verjast því.vísir/ívar fannar Í greinargerðinni vitnar Gísli í Vísi og segir að þeir þrír hafi verið nafngreindir í tengslum við umræddan bruna og andlát mannsins. Hjálmar hafi sannarlega ekki verið einn um það að nafngreina mennina. Þá megi geta þess að Hjálmar sé eignalaus, hann búi í leiguhúsnæði og Samstöðin sé rekin fyrir áskriftir og styrktarfé frá degi til dags. Gísli vill meina að umrædda frétt megi túlka sem gildisdóm, skoðun á vanda sem tengist félagslegum aðstæðum og búsetu erlendra verkamanna. Hjálmar dró ekki af sér í skrifum um þá þremenninga.skjáskot Hjálmar starfi hjá „hinum pólitíska fjölmiðli Samstöðinni sem er í eigu grasrótarsamtakanna Alþýðufélagsins og skilgreinir sig sem fréttamiðil og vettvang „fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla.““ Fréttinni breytt en allt kemur fyrir ekki Gísli segir langa hefð fyrir því í íslensku að „nútímaþrælahald“ sé notað í samhengi við afspyrnu slæmt starfsmannahald“. Hann segir að fallist dómari, sem er Sigríður Rut Júlíusdóttir, ekki á þetta hljóti hann að líta til eftirfarandi: Í stefnu Vilhjálms, sem er ítarleg, segir að stefnda hafi boðist að ljúka málinu utan réttar með því að biðja stefnendur afsökunar. „Því svaraði Gísli Tryggvason, lögmaður stefnda, með útúrsnúningi í tölvupósti, dags. 24. október 2023.“ Gísli telur, í samtali við Vísi, hér um að ræða misskilning. Hann hafi svarað Vilhjálmi og þakkað honum góða ábendingu en Vilhjálmur tekið því illa. Greininni hafi í framhaldi af ábendingum verið breytt (án þess að það væri tekið fram), til að mynda hefur tengli í frétt Vísis verið komið þar inn en í upprunalegu útgáfunni var einungis vitnað í gamlar DV fréttir um aðbúnað farandverkamanna. Lögmennska Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bruni á Funahöfða Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Auk krafna þremenninganna, sem vilja fá þrjár milljónir á mann frá Hjálmari, gerir félag þeirra Elja-þjónustumiðstöð atvinnulífsins kröfu upp á 3 milljónir í skaðabætur vegna fjártjóns og þrjár milljónir að auki í miskabætur. Þá bætast við kröfur um málskostnað og dráttarvexti. Málið er á dagskrá héraðsdóms 17. desember 2024. Undir eru tvær fréttir sem Hjálmar skrifaði á vef Samstöðvarinnar um alvarlegan bruna á Funahöfða í Reykjavík í október 2023 þar sem rúmlega sextugur pólskur karlmaður lét lífið. Fréttirnar eru undir fyrirsögnunum: „Arnar, Pétur Árni og Jón Einar eru nútíma þrælahaldarar“ Og: „Lést í húsi Péturs, Jóns Einars og Arnars“. Ummælin sem þremenningarnir krefjast að verði dæmd dauð og ómerk eru: Sannleikurinn er þó að Elja stundar nútíma þrælahald, sem hefur nú dregið mann til dauða á Íslandi Nú hafa þessir vafasömu starfshættir dregið mann til dauða. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það má hafa góðar tekjur af þrælahaldi. Svo er raunin með Elju. Vísir hefur stefnuna undir höndum og er óhætt að segja að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður þeirra Péturs, Jóns Einars og Arnars, gefi hinum stefnda engin grið. Hann fordæmir fréttaflutninginn fortakslaust og segir hann, með öðrum orðum, rakalausan þvætting. Hjálmar Friðriksson er nú um stundir eini blaðamaður Samstöðvarinnar en honum hefur nú verið stefnt af hálfu þriggja athafnamanna. heimildin „Stefndi sparaði ekki gífuryrðin í umfjöllun sinni en hann fullyrti að stefnendur væru nútíma þrælahaldarar, sem stæðu fyrir samfélagslegu krabbameini og þrælahaldi með rekstri fyrirtækis í eigu stefnenda Elju, sem hafi nú dregið mann til dauða á Íslandi.“ Vilhjálmur segir fyrir liggja að maðurinn sem lést í brunanum hafi aldrei starfað hjá Elju og hafi verið án atvinnu síðustu árin. „Öll hin umstefndu ummæli eru staðhæfingar um staðreyndir, beinar ásakanir þess efnis að stefnendur [hafi] gerst sekir um alvarleg hegningarlagabrot og siðferðilega ámælisverða háttsemi, sem ekki er fótur fyrir. Öll ummælin eru því til þess fallin að meiða æru stefnenda.“ Óbeit Hjálmars á stefnendum skín í gegn Í stefnunni er Hjálmar sagður ganga á svig við siðareglur blaðamanna, sleppa úr því sem hentar en vitna í aðra miðla með það sem hentar, að honum sé augljóslega í nöp við þá sem koma við sögu og öll frásögnin sé undirorpin hati á þeim. „Ekki verður betur séð en stefndi hafi þverbrotið flestar þær reglur sem gilda um störf blaðamanna með skrifum sínum um stefnda,“ skrifar Vilhjálmur í stefnu sinni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður mannanna þriggja sem telja á sér brotið og hann gefur ekki þumlung eftir í stefnunni.vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Hann vitnar þar til 26. greinar laga um fjölmiðla og 2. og 6. grein siðareglna BÍ frá 2023 og almennt óskráðar reglur um rétt til andsvara. „Stefndi var því ekki í góðri trú þegar hann skrifaði fréttirnar um stefnda 17. október 2023, eins og áður tilvitnuð ummæli í svari lögmanns hans frá 24. október 2023, sanna.“ Og þannig gengur dælan: „Umfjöllun er hlutdræg og óbeit stefnda á stefnendum skín í gegn.“ Vilhjálmur segir það hlutverk opinbers valds að rannsaka, ákæra og dæma fyrir refsiverða háttsemi, ekki fjölmiðla. Vilhjálmur segir það svo að Samstöðin sé fjölmiðill, hún sé skráð sem slík hjá Fjölmiðlanefnd. En blaðamaður geri sig engu að síður sekan um að stela myndum af þremenningunum og ganga þannig gróflega gegn friðhelgi þeirra. Gildisdómur um mikilvægt mál Gísli Tryggvason er verjandi Hjálmars og Vísir hefur jafnframt greinargerð hans undir höndum. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að vissulega sé krafan kröftuglega orðuð en það þurfi þá bara að verjast því. Í greinargerð Gísla vekur meðal annars athygli að hann hyggst kalla til vitnis Stefán Ólafsson prófessor og Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna. Hann krefst sýknu en til þrautavara niðurfellingar eða verulegrar lækkunar bótakrafna. Gísli segir það rétt, stefnan er hörð en þá sé bara að verjast því.vísir/ívar fannar Í greinargerðinni vitnar Gísli í Vísi og segir að þeir þrír hafi verið nafngreindir í tengslum við umræddan bruna og andlát mannsins. Hjálmar hafi sannarlega ekki verið einn um það að nafngreina mennina. Þá megi geta þess að Hjálmar sé eignalaus, hann búi í leiguhúsnæði og Samstöðin sé rekin fyrir áskriftir og styrktarfé frá degi til dags. Gísli vill meina að umrædda frétt megi túlka sem gildisdóm, skoðun á vanda sem tengist félagslegum aðstæðum og búsetu erlendra verkamanna. Hjálmar dró ekki af sér í skrifum um þá þremenninga.skjáskot Hjálmar starfi hjá „hinum pólitíska fjölmiðli Samstöðinni sem er í eigu grasrótarsamtakanna Alþýðufélagsins og skilgreinir sig sem fréttamiðil og vettvang „fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla.““ Fréttinni breytt en allt kemur fyrir ekki Gísli segir langa hefð fyrir því í íslensku að „nútímaþrælahald“ sé notað í samhengi við afspyrnu slæmt starfsmannahald“. Hann segir að fallist dómari, sem er Sigríður Rut Júlíusdóttir, ekki á þetta hljóti hann að líta til eftirfarandi: Í stefnu Vilhjálms, sem er ítarleg, segir að stefnda hafi boðist að ljúka málinu utan réttar með því að biðja stefnendur afsökunar. „Því svaraði Gísli Tryggvason, lögmaður stefnda, með útúrsnúningi í tölvupósti, dags. 24. október 2023.“ Gísli telur, í samtali við Vísi, hér um að ræða misskilning. Hann hafi svarað Vilhjálmi og þakkað honum góða ábendingu en Vilhjálmur tekið því illa. Greininni hafi í framhaldi af ábendingum verið breytt (án þess að það væri tekið fram), til að mynda hefur tengli í frétt Vísis verið komið þar inn en í upprunalegu útgáfunni var einungis vitnað í gamlar DV fréttir um aðbúnað farandverkamanna.
Lögmennska Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bruni á Funahöfða Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent