Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 21:55 Konurnar héldu að þær ættu í ástarsambandi við leikarann Brad Pitt og millifærðu milljónir. Vísir/EPA Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt. Lögreglan á Spáni er búin að vera með málið í rannsókn frá því í fyrra og hefur kallað aðgerðina Bralina. Rannsóknin náði til fjölmargra héraða á Spáni. Eftir síðustu handtökur segir í frétt El Mundo að lögreglan sé nú búin að uppræta glæpahringinn sem skipulagði þjófnaðinn. Meðlimir glæpahópsins eiga yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik, peningaþvætti, skjalafals og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Notuðu ákveðna frasa Á vef spænska miðilsins El Mundo kom fram í dag að auk þeirra fimm sem voru handtekin hafi tíu aðrir verið til rannsóknar vegna þjófnaðarins. Í tengslum við rannsóknina fór fram húsleit í fimm húsum auk þess sem lögregla lagði hald á farsíma, bankakort, tölvur og ýmis skjöl. Meðal skjalanna sem voru haldlögð voru dagbækur þar sem mátti finna ýmsa frasa sem svikahrapparnir notuðu á konurnar til að blekkja þær. „Ást mín til þín er sönn. Tilfinningarnar koma frá hjarta mínu,“ segir í dagbókinni auk ýmissa annarra ástarjátninga og yfirlýsinga. Í frétt El Mundo segir að lögreglan hafi hafið rannsókn sína eftir að kona í Granada á Spáni tilkynnti til lögreglu að hún hefði verið svikin um 175 þúsund evrur. Sú rannsókn leiddi svo til annars fórnarlambs i Vizcaya héraði. Þar kemur einnig fram að glæpamennirnir hafi haft samband við fórnarlömbin í gegnum aðdáendasíðu sem tileinkuð var Brad Pitt. Konurnar voru látnar halda að þær hafi verið í sambandi með leikaranum. Konur í viðkvæmri stöðu Eftir að svikarinn hafi stofnað til sambands með konunum, í nafni Brad Pitt, lagði hann svo til að þær myndu styrkja ýmis verkefni sem hann væri með í gangi. Þannig tókst honum að svíkja 175 þúsund af konunni í Granada, sem samsvarar um 26 milljónum íslenskra króna, og 150 þúsund evrur af konunni í Biscay. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Svikahrapparnir lögðu áherslu á að finna konur sem væru í viðkvæmri stöðu annað hvort tilfinningalega eða konur sem ættu við andleg vandamál að stríða. Eftir að svikahrapparnir höfðu skipst á skilaboðum við konurnar, og talið þeim trú um að þær ættu nú í sambandi við Brad Pitt, voru þær fengnar til að millifæra. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi komist að því að glæpahópurinn hafi þvegið peningana með því að stofna bankareikninga á nafni afrískra ríkisborgara. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Lögreglan á Spáni er búin að vera með málið í rannsókn frá því í fyrra og hefur kallað aðgerðina Bralina. Rannsóknin náði til fjölmargra héraða á Spáni. Eftir síðustu handtökur segir í frétt El Mundo að lögreglan sé nú búin að uppræta glæpahringinn sem skipulagði þjófnaðinn. Meðlimir glæpahópsins eiga yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik, peningaþvætti, skjalafals og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Notuðu ákveðna frasa Á vef spænska miðilsins El Mundo kom fram í dag að auk þeirra fimm sem voru handtekin hafi tíu aðrir verið til rannsóknar vegna þjófnaðarins. Í tengslum við rannsóknina fór fram húsleit í fimm húsum auk þess sem lögregla lagði hald á farsíma, bankakort, tölvur og ýmis skjöl. Meðal skjalanna sem voru haldlögð voru dagbækur þar sem mátti finna ýmsa frasa sem svikahrapparnir notuðu á konurnar til að blekkja þær. „Ást mín til þín er sönn. Tilfinningarnar koma frá hjarta mínu,“ segir í dagbókinni auk ýmissa annarra ástarjátninga og yfirlýsinga. Í frétt El Mundo segir að lögreglan hafi hafið rannsókn sína eftir að kona í Granada á Spáni tilkynnti til lögreglu að hún hefði verið svikin um 175 þúsund evrur. Sú rannsókn leiddi svo til annars fórnarlambs i Vizcaya héraði. Þar kemur einnig fram að glæpamennirnir hafi haft samband við fórnarlömbin í gegnum aðdáendasíðu sem tileinkuð var Brad Pitt. Konurnar voru látnar halda að þær hafi verið í sambandi með leikaranum. Konur í viðkvæmri stöðu Eftir að svikarinn hafi stofnað til sambands með konunum, í nafni Brad Pitt, lagði hann svo til að þær myndu styrkja ýmis verkefni sem hann væri með í gangi. Þannig tókst honum að svíkja 175 þúsund af konunni í Granada, sem samsvarar um 26 milljónum íslenskra króna, og 150 þúsund evrur af konunni í Biscay. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Svikahrapparnir lögðu áherslu á að finna konur sem væru í viðkvæmri stöðu annað hvort tilfinningalega eða konur sem ættu við andleg vandamál að stríða. Eftir að svikahrapparnir höfðu skipst á skilaboðum við konurnar, og talið þeim trú um að þær ættu nú í sambandi við Brad Pitt, voru þær fengnar til að millifæra. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi komist að því að glæpahópurinn hafi þvegið peningana með því að stofna bankareikninga á nafni afrískra ríkisborgara.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent