Erlent

Vesturlandabúar manna lauslátastir

Vesturlandabúar á ferð.
Vesturlandabúar á ferð. MYND/Getty Images

Fólk í vesturheimi er lauslátara en fólk í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gefin út í læknatímaritinu Lancet nýverið. Fréttavefur BBC skýrir frá.

Einkvæni er algengast um heim allan en það að eiga marga bólfélaga kemur frekar fyrir í ríkum löndum. Alls voru gögn frá um 59 löndum borin saman og kom í ljós að hreyfanleiki fólks og fjárhagsstaða þess hefur mun meiri áhrif á útbreiðslu kynsjúkdóma en fjöldi bólfélaga.

Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar byrja ekki að lifa kynlífi fyrr en áður. Algengasti aldurinn í Bretlandi var rúmlega sextán ára fyrir stráka og rúmlega sautján ára fyrir stelpur og hefur þetta lítið sem ekkert breyst undanfarin 30 ár.

Niðurstöðurnar komu rannsakendum á óvart en þær gefa til kynna að félagslegir þættir séu sterkari áhrifavaldar en áður var haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×