Alheimskreppa ef ekkert að gert 30. október 2006 19:00 Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála. Erlent Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála.
Erlent Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira