Erlent

Hungruðum fækkar ekki

MYND/Reuters

Tíu árum eftir að leiðtogar heimsbyggðarinnar strengdu þess heit að fækka hungruðum um helming, hefur lítið gerst, samkvæmt nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Áttahundruð fimmtíu og fjórar milljónir manna mega enn þola hungur. Jacques Diouf, framkvæmdastjóri Matvælastofnunarinnar segir að ekki sé þó úti öll von um að markmiðin náist fyrir 2015, sem voru hin upphaflegu tímamörk.

Hann segir að þótt hungruðum hafi ekki fækkað tölulega séð, séu þeir nú minni hluti en áður af heildar íbúafjölda heimsins. Diouf segir einnig að mikilvægt atriði í að ná takmarkinu sé að byggja markvisst upp landbúnað í ríkjum þriðja heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×