Erlent

Leynd aflétt af Rúandaskjölum

Franska ríkisstjórnin hefur ákveðið að aflétta leynd af skjölum um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994, eftir að franski herinn var kærður fyrir að taka þátt í þeim. Þetta kom fram á fréttavef BBC í gær.

Verða 105 skjöl send til dómara, sem ætlað er að rannsaka þessar ásakanir fjögurra manna sem lifðu ofbeldið af.

Um 800.000 manns voru myrtir á 100 dögum í ofbeldisöldunni sem öfgasinnaðir hútú-menn beindu gegn tútsum og hófsömum hútúum. Segja hinir eftirlifandi að franskir hermenn hafi nauðgað og myrt fólk, sem og hleypt morðingjum inn í flóttamannabúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×