Innlent

Eru engin takmörk?

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands MYND/Vísir
Sérfræðinga í peningamálum greinir á um hvað íslenska hagkerfið þolir mikla útgáfu erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunnar telur að útgáfan sé komin að þolmörkum hagkerfisins, en sérfræðingur KB banka segir að í raun séu engin takmörk fyrir útgáfunni. Erlendir bankar og fjármálastofnanir hafa á nokkrum undanförnum mánuðum gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um eitt hundrað milljarða króna. Þetta svavar til eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að takmörk séu fyrir því hvað þessi útgáfa geti orðið mikil. Tryggvi segir að íslenska hagkerfið ráði ekki við nema vist miklar upphæðir í svona útgáfu og að íslenska hagkerfið hljóti að fara verða komið að þolmörkunum. Þessu er Steingrímur Arnar Finnsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB-banka, ekki sammála. Hann segir að það séu engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Steingrímur segir að meðan að viðvarandi hár vaxtamunur sé á milli Íslands og erlendra ríkja sé hvatinn mikill til áframhaldandi útgáfu. Ómögulegt að spá um hve mikil viðskiptin verða á endanum. Ekki sé hægt að segja til hvert þakið sé því þakið sé einfaldlega ekki til staðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×