Innlent

Dreifir efni í Miðausturlöndum

Hex hugbúnaður hefur tekið að sér dreifingu á efni frá Disney-samstæðunni í farsíma í Miðausturlöndum. Samningurinn tekur þegar gildi og er unnið að uppsetningu búnaðarins í Internet Tower í Dubai þessa dagana. Önnur þjónusta Hex verður einnig tengd á sama tíma, þar á meðal myndabloggkerfi og efnisveitur. Í tilkynningu frá Hex kemur fram að farsímanotendum þar syðra muni bjóðast að senda myndir úr símum sínum inn á vefsíður, lesa fréttir frá BBC á arabísku, kaupa hringitóna, skjámyndir og leiki og fleira. Að sögn Helgu Waage, stjórnarformanns Hex, hefur samningurinn mikla þýðingu fyrir Hex. Gera megi ráð fyrir að velta fyrirtækisins margfaldist því fyrst um sinn standi þjónustan til boða 5 milljónum símnotenda og áður en árinu ljúki nokkrum tugum milljóna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×