Sport

Ver titilinn í 21. sinn

Klukkan eitt í nótt verður bein útsending á Sýn frá Las Vegas en þar verða háðir nokkrir athyglisverðir hnefaleikabardagar. Sá bardagi sem flestra augu beinist að er viðureign Bernard Hopkins og Jermain Taylor. Þeir félagar berjast um heimsmeistaratitilinn í millivigt. Hopkins, sem orðinn er fertugur, ver nú titil sinn í 21. sinn en mótherji hans er miklu yngri, 26 ára. Taylor vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2000 og gerðist síðan atvinnuhnefaleikamaður. Frá þeim tíma hefur hann barist 23 sinnum og unnið alla þá bardaga, þar af 17 á rothöggi. Aðrir athyglisverðir bardagar sem verða í beinni útsendingu á Sýn í nótt eru viðureign Vernon Forrest og Sergio Rios, og þá má ekki gleyma bardaga Norður-Írans Wayne McCullogh og Mexíkóans Oscars Larios.
Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×