Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Aron Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2024 10:47 Bjarni Hannesson, grasvallatæknifræðingur er KSÍ innan handar í þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað á Laugardalsvelli Vísir/Ívar Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur. Til stendur að setja hybrid gras á völlinn með undirhita og hefur nú þegar verið grafið fyrir nýjum leikfleti vallarins sem verður staðsettur nær nýlegri og stærri stúku vallarins. Aðeins rétt rúmar tvær vikur hafa liðið frá fyrstu skóflustungu á vellinum og undanfarið hafa verktakar frá SIS Pitches, sem sérhæfa sig í uppbyggingu sambærilegra valla, verið að störfum í Laugardalnum og er góður gangur í þeirra vinnu. Fyrsta fasa fyrsta verkhluta lýkur í desember og svo er stefnt að því að sá í völlinn í mars á næsta ári. Bjarni Hannesson, grasvallatæknifræðingur, er KSÍ til halds og trausts í þessu verkefni og hann segir það vel gerlegt að spila leik á vellinum í júní. Honum lýst afskaplega vel á verkefnið. „Þetta er ofboðslega spennandi fyrir svona gras nörd eins og mig. Bara eins og fyrir hvern sem er, í hvaða fagi sem er, að fá flottustu og nýjustu tækni til sín. Þá er þetta afskaplega spennandi. Þetta er nauðsynlegt skref. Við erum mjög spenntir og þetta gengur mjög vel. Þetta verk er í góðum höndum. Framkvæmdaaðilinn, SIS Pitches, eru mjög færir í því sem að þeir eru að gera. Byggja velli út um allan heim, við alls konar aðstæður. Ekki bara á heitum svæðum, heldur einnig á mjög köldum svæðum og eru því vanir öllu.“ En er það alveg gerlegt að halda úti hybrid velli á köldu svæði eins og Íslandi? „Já. Við þekkjum okkar bestu vini í Noregi. Rosenborg hefur spilað Evrópufótbolta frá nítján hundruð níutíu og eitthvað og unnið þar lið eins og Manchester United á sínum heimavelli og eru á sömu breiddargráðu og við í Reykjavík. Það er meira segja kaldara þar heldur en hér. Það er ekkert vandamál. SIS ræktuðu til að mynda vellina fyrir Rússland sem dæmi þar sem að þeir sáðu í vellina í janúar og febrúar í mínus átján gráðum. Að spila á köldum svæðum er engin nýlunda. Við Íslendingar erum ekkert kaldari heldur en önnur svæði.“ En hver eru lykilatriðin sem verða að vera til staðar fyrir svona völl? „Undirhitinn er lykillinn að þessu öllu saman. Það er undirhiti þannig að við getum stillt hitastigið, á því svæði sem við viljum hita, eins og við viljum hafa það. Síðan er dúkanotkun mikilvæg sem og hvernig við viðhöldum svæðinu. Ég ætla ekki að drepa fólk úr leiðindum með einhverjum afskaplega miklum fræðum. Við getum haldið völlunum gangandi þokkalega vel. Og kannski sérstaklega með hybrid vellina þá helst yfirborðið þétt, leikmenn fá grip alltaf, eru ekki að renna til. Þannig getum við spilað við allar aðstæður. Ef við viljum láta gras vaxa hérna þá þurfum við ljósabúnað og þess háttar. En miðað við það leikjaálag sem gert er ráð fyrir á þessum velli þá munum við ráða við þetta auðveldlega eins og þetta er. Ef við værum að spila leiki í deildarkeppni hérna seint í nóvember til mars, eins og er spilað í Þýskalandi og fleiri stöðum á köldum svæðum, þá myndirðu vilja vera með þannig búnað. Auðvitað getur það gerst að það verði fullt af leikjum hérna. Við sjáum hvað er að gerast í íslenskri knattspyrnu í dag. Stelpurnar okkar og strákarnir eru að komast lengra og lengra inn í Evrópukeppnirnar. Það geta náttúrulega orðið fullt af leikjum hérna. En eins og staðan er í dag teljum við að völlurinn muni ráða vel við það álag sem er fram undan.“ Golfvalla geirinn hlær En kostnaðurinn varðandi búnað sem þarf til þess að sjá um svona völl. Er hann mikill? „Nei alls ekki. Golfvalla geirinn eiginlega hlær af því sökum þess að þeir eru með tækjabúnað sem er svona átta til tíu sinnum dýrari heldur en gengur og gerist í þeim búnaði sem er á meðal fótboltavelli. Þetta þurfa bara að vera grunn tæki og tól til að viðhalda vellinum. Svo snýst þetta aðallega um rétta meðhöndlun varðandi dúka og undirhita. Notkun dúka og undirhita er jafnan góð leið til þess að drepa gras. En í réttum höndum og með réttri þekkingu er þetta frábært tæki til þess að búa til flott gras. Eins og fyrr sagði er stefnt að því að sá og sauma í Laugardalsvöllinn í mars á næsta ári. Það tekur aðeins nokkrar vikur frá sáningu þar til að völlurinn verður fullkomlega leikhæfur. „Við erum venjulega í kringum sex vikur frá sáningu í fullkomið yfirborð við þessar aðstæður. Við sjáum bara alltént fótboltavelli í ensku úrvalsdeildinni sex vikna gamla þegar byrjað er að spila á þeim. Að vísu er heitara þar úti en munið að of mikill hiti er ekki endilega gott. Þú vilt ekki vera mikið yfir tuttugu gráðunum sem dæmi. Stundum er því að hægja á sáningunni hjá þeim sökum of mikils hita. Hér getum við stillt okkur inn í það hitastig sem við viljum og ættum að geta náð og spilað frábæra leiki í byrjun næsta tímabils.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að hér verði spilað í júní næstkomandi? „Já við gerum okkar allra allra besta. Það getur náttúrulega allt gerst í öllu eins og gengur og gerist en við erum hérna til þess að gera þetta klárt fyrir þetta. Það er markmiðið og við ætlum að standa við það. Er eitthvað sem gæti hamlað því að áætlanir gangi eftir? „Ef við lendum í einhverju ofboðslegu lægar tímabili í maí. Segjum að það gangi hérna yfir stormur eftir storm eftir storm. Þá flækir það hlutina pínulítið en ef við lendum í maí mánuði með sjö gráðu hitastigi að meðaltali og blöndum inn í það dúkum og undirhita sem og góðu ljósi af náttúrunnar hendi. Þá á þetta að ganga vel því.“ KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Til stendur að setja hybrid gras á völlinn með undirhita og hefur nú þegar verið grafið fyrir nýjum leikfleti vallarins sem verður staðsettur nær nýlegri og stærri stúku vallarins. Aðeins rétt rúmar tvær vikur hafa liðið frá fyrstu skóflustungu á vellinum og undanfarið hafa verktakar frá SIS Pitches, sem sérhæfa sig í uppbyggingu sambærilegra valla, verið að störfum í Laugardalnum og er góður gangur í þeirra vinnu. Fyrsta fasa fyrsta verkhluta lýkur í desember og svo er stefnt að því að sá í völlinn í mars á næsta ári. Bjarni Hannesson, grasvallatæknifræðingur, er KSÍ til halds og trausts í þessu verkefni og hann segir það vel gerlegt að spila leik á vellinum í júní. Honum lýst afskaplega vel á verkefnið. „Þetta er ofboðslega spennandi fyrir svona gras nörd eins og mig. Bara eins og fyrir hvern sem er, í hvaða fagi sem er, að fá flottustu og nýjustu tækni til sín. Þá er þetta afskaplega spennandi. Þetta er nauðsynlegt skref. Við erum mjög spenntir og þetta gengur mjög vel. Þetta verk er í góðum höndum. Framkvæmdaaðilinn, SIS Pitches, eru mjög færir í því sem að þeir eru að gera. Byggja velli út um allan heim, við alls konar aðstæður. Ekki bara á heitum svæðum, heldur einnig á mjög köldum svæðum og eru því vanir öllu.“ En er það alveg gerlegt að halda úti hybrid velli á köldu svæði eins og Íslandi? „Já. Við þekkjum okkar bestu vini í Noregi. Rosenborg hefur spilað Evrópufótbolta frá nítján hundruð níutíu og eitthvað og unnið þar lið eins og Manchester United á sínum heimavelli og eru á sömu breiddargráðu og við í Reykjavík. Það er meira segja kaldara þar heldur en hér. Það er ekkert vandamál. SIS ræktuðu til að mynda vellina fyrir Rússland sem dæmi þar sem að þeir sáðu í vellina í janúar og febrúar í mínus átján gráðum. Að spila á köldum svæðum er engin nýlunda. Við Íslendingar erum ekkert kaldari heldur en önnur svæði.“ En hver eru lykilatriðin sem verða að vera til staðar fyrir svona völl? „Undirhitinn er lykillinn að þessu öllu saman. Það er undirhiti þannig að við getum stillt hitastigið, á því svæði sem við viljum hita, eins og við viljum hafa það. Síðan er dúkanotkun mikilvæg sem og hvernig við viðhöldum svæðinu. Ég ætla ekki að drepa fólk úr leiðindum með einhverjum afskaplega miklum fræðum. Við getum haldið völlunum gangandi þokkalega vel. Og kannski sérstaklega með hybrid vellina þá helst yfirborðið þétt, leikmenn fá grip alltaf, eru ekki að renna til. Þannig getum við spilað við allar aðstæður. Ef við viljum láta gras vaxa hérna þá þurfum við ljósabúnað og þess háttar. En miðað við það leikjaálag sem gert er ráð fyrir á þessum velli þá munum við ráða við þetta auðveldlega eins og þetta er. Ef við værum að spila leiki í deildarkeppni hérna seint í nóvember til mars, eins og er spilað í Þýskalandi og fleiri stöðum á köldum svæðum, þá myndirðu vilja vera með þannig búnað. Auðvitað getur það gerst að það verði fullt af leikjum hérna. Við sjáum hvað er að gerast í íslenskri knattspyrnu í dag. Stelpurnar okkar og strákarnir eru að komast lengra og lengra inn í Evrópukeppnirnar. Það geta náttúrulega orðið fullt af leikjum hérna. En eins og staðan er í dag teljum við að völlurinn muni ráða vel við það álag sem er fram undan.“ Golfvalla geirinn hlær En kostnaðurinn varðandi búnað sem þarf til þess að sjá um svona völl. Er hann mikill? „Nei alls ekki. Golfvalla geirinn eiginlega hlær af því sökum þess að þeir eru með tækjabúnað sem er svona átta til tíu sinnum dýrari heldur en gengur og gerist í þeim búnaði sem er á meðal fótboltavelli. Þetta þurfa bara að vera grunn tæki og tól til að viðhalda vellinum. Svo snýst þetta aðallega um rétta meðhöndlun varðandi dúka og undirhita. Notkun dúka og undirhita er jafnan góð leið til þess að drepa gras. En í réttum höndum og með réttri þekkingu er þetta frábært tæki til þess að búa til flott gras. Eins og fyrr sagði er stefnt að því að sá og sauma í Laugardalsvöllinn í mars á næsta ári. Það tekur aðeins nokkrar vikur frá sáningu þar til að völlurinn verður fullkomlega leikhæfur. „Við erum venjulega í kringum sex vikur frá sáningu í fullkomið yfirborð við þessar aðstæður. Við sjáum bara alltént fótboltavelli í ensku úrvalsdeildinni sex vikna gamla þegar byrjað er að spila á þeim. Að vísu er heitara þar úti en munið að of mikill hiti er ekki endilega gott. Þú vilt ekki vera mikið yfir tuttugu gráðunum sem dæmi. Stundum er því að hægja á sáningunni hjá þeim sökum of mikils hita. Hér getum við stillt okkur inn í það hitastig sem við viljum og ættum að geta náð og spilað frábæra leiki í byrjun næsta tímabils.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að hér verði spilað í júní næstkomandi? „Já við gerum okkar allra allra besta. Það getur náttúrulega allt gerst í öllu eins og gengur og gerist en við erum hérna til þess að gera þetta klárt fyrir þetta. Það er markmiðið og við ætlum að standa við það. Er eitthvað sem gæti hamlað því að áætlanir gangi eftir? „Ef við lendum í einhverju ofboðslegu lægar tímabili í maí. Segjum að það gangi hérna yfir stormur eftir storm eftir storm. Þá flækir það hlutina pínulítið en ef við lendum í maí mánuði með sjö gráðu hitastigi að meðaltali og blöndum inn í það dúkum og undirhita sem og góðu ljósi af náttúrunnar hendi. Þá á þetta að ganga vel því.“
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“