Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 15:11 Ruben Amorim tekur við Manchester United 11. nóvember en Åge Hareide efast um að Portúgalinn hafi það sem til þarf. Samsett/Getty Åge Hareide, klandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segir að nýr stjóri Manchester United, Ruben Amorim, sé einfaldlega of ungur fyrir starfið. Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting Lissabon og unnið tvo Portúgalsmeistaratitla, en eftir níu daga tekur hann við sem knattspyrnustjóri United. Hareide hafði mælt með því að United leitaði aftur til Ole Gunnars Solskjær, sem Hareide þekkir og þjálfaði hjá Molde undir lok síðustu aldar. Forráðamenn United voru hins vegar með Amorim efstan á blaði og varð að ósk sinni með því að fá hann til félagsins. „Mér finnst hann kannski of ungur. Þetta er án vafa eitt erfiðasta starfið í evrópskum fótbolta og þó að hann hafi staðið sig vel hjá Sporting þá hefur hann verið svolítið undir ratsjánni,“ sagði Hareide sem er fótboltasérfræðingur norska ríkismiðilsins NRK. „Hann hefur sýnt hæfileika í Sporting. En portúgalska deildin snýst um fjögur lið, ef við erum sanngjarnir. Núna er hann að fara í ensku úrvalsdeildina sem er eitthvað allt annað,“ sagði Hareide. Sá yngsti síðan Matt Busby tók við Amorim verður yngsti stjóri United í 79 ár, eða frá því að sjálfur Sir Matt Busby var ráðinn til félagsins árið 1945, þá 36 ára gamall. NRK fékk annan sérfræðing, Kristoffer Lökberg, til að tjá sig einnig um komu Portúgalans. „Þetta er ungur stjóri, yngri en 40 ára. Það er eitt og sér sérstakt í svona stóru starfi. En hann hefur sýnt í Sporting að hann getur unnið titla,“ sagði Lökberg. „Það er jákvætt hvað þetta gekk hratt. Það bendir til þess að stjórnendur hafi verið með skýra áætlun. Að því sögðu er hlægilegt að Ten Hag hafi fengið að halda áfram svona lengi. Þetta hefur legið í loftinu í marga mánuði,“ sagði Lökberg en Erik ten Hag hélt starfi sínu í sumar og var svo rekinn á mánudaginn síðasta. Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið og verður því við stjórnvölinn á morgun þegar United mætir Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira