Innlent

Dómstóllinn hafnaði beiðninni

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins um að taka fyrir bótaþátt í dómi Mannréttindadómstólsins í máli íslensks sjómanns gegn ríkinu. Morgunblaðið greinir frá þessu. Þar segir að í þessu felist viðurkenning dómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins með lagabreytingum á Íslandi árið 1994. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hér á landi höfðu dæmt sjómanninum í óhag en hann var, með lagasetningu árið 1994, sviptur bótagreiðslum úr Lífeyrissjóði sjómanna eftir alvarlegt slys sem leiddi til örorku. Rúmlega 50 ámóta mál snúa að þessum sjóði einum saman og kann þessi niðurstaða að gefa fordæmi varðandi þau og viðlíka mál í öðrum lífeyrissjóðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×