Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir 22. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira