Innlent

Lögfræðingnum afhent vegabréfið

Lögfræðingur Bobby Fischers fékk íslenskt vegabréf hans í hendur fyrir nokkrum mínútum. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrir augnabliki. Fischer lítur út eins og Leónardó da Vinci þar sem hann hefur ekki rakað sig í átta mánuði, segir Sæmundur Pálsson. Báðir felldu tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ára aðskilnað. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Sæmundur fór til fundar við vin sinn sem hefur verið í haldi japanska yfirvalda í í innflytjendabúðum skammt frá Tókýó. Sæmundur fékk að heimsækja hann í hálftíma, eins og Guðmundur G. Þórarinsson, Garðar Sverrisson og Myoko Watai, unnusta Fischers. Sæmundur segir að hann hafi rætt við Fischer í gegnum gler. Skákmeistarinn var léttur og glaður að sjá Sæmund en vistin hefur samt verið honum erfið, bæði andlega og líkamlega, og hefur skákmeistarinn t.a.m. lést um tíu kíló á þessum tíma. Sæmundur býst við að fá að heimsækja Fischer aftur á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×