Innlent

Japanska pressan ræðir við Sæma

Japanska dagblaðið Mainchi Daily News greinir í ítarlegu máli frá viðleitni Sæmundar Pálssonar til að ná fundi Bobby Fischers skákmeistara í innflytjendabúðunum þar sem honum hefur verið haldið föngnum síðan í fyrrasumar. Blaðið segir að Sæmundi og Miyoko Watai, unnustu Fischers, hafi verið neitað um að sjá Fischer af öryggisástæðum og segist Sæmundur undrast þá skýringu í samtali við blaðamann blaðsins, enda hafi hann aldrei talið sig líta út eins og ofbeldismann. Sæmundur segist hafa hitt blaðamanninn við innflytjendabúðirnar og að hann hafi sagt við sig að hann skammaðist sín fyrir framkomu landa sinna. Hægt er að lesa greinina á slóðinni: http://mdn.mainichi.co.jp/news/20050302p2a00m0dm018000c.html



Fleiri fréttir

Sjá meira


×