Öskufallið raskaði flugi 3. nóvember 2004 00:01 Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira