Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2024 07:39 Davíð Þór sagði ekkert að marka tölur um jöfnuð; hellingur af fólki byggi við skort. Vísir/Vilhelm „Maður sem er með annan fótinn í glóandi hrauni og hinn í ísfötu, hann hefur það að jafnaði fínt,“ sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, í Pallborðinu á miðvikudaginn Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Til umræðu var jöfnuður og hversu mikill hann væri í raun og veru á Íslandi. „Við erum þar,“ sagði Davíð, eftir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafði sagt að hér væru, þrátt fyrir allt, háar þjóðartekjur, stöðugur vöxtur í landsframleiðslu og framtíðarhorfur landsins bjartar. „Við búum í samfélagi þar sem 10.000 börn í Reykjavík eru að alast upp við fátækt, við búum í samfélagi þar sem tæplega 20 prósent níu ára barna segjast vita hvað það er að fara svangur að sofa af því að það er ekki til matur heima. Þessi tölfræði er ekki í lagi í samfélagi þar sem allt er svona „hunky dory“ eins og Lilja er að segja,“ sagði Davíð. „Það er rosalega margt sem þarf að laga í þessu samfélagi þó við getum reiknað út... því þeir sem hafa það best hafa það svo rosalega gott að meðaltalið er í lagi. Þeir sem eru fyrir neðan meðaltalið eru bara fleiri og hafa það miklu meira skítt heldur en núverandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir.“ „Það er alltaf hægt að gera betur,“ svaraði Lilja en jöfnuður þætti vera býsna góður á Íslandi. „Og þessi ríkisstjórn hefur farið í aðgerðir til að lægsta tekjutíundin fái meira af þeim aðgerðum sem við höfum verið að fara í. Það á við um vaxtabætur, það á við um gjaldfrjálsar máltíðir og annað slíkt. En ég er alveg sammála að við eigum alltaf að einblína á það að allt samfélagið okkar hafi það gott.“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti hins vegar á að samkvæmt skýrslu sem kom út í fyrra hafi hlutfall þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hækkað síðan ríkisstjórnin tók við. Þá hefði heimilum sem ná ekki endum saman fjölgað og þetta væri ekki boðlegt ástand. Jóhann Páll sagði ágætt að vera í skýjunum en betra að halda jarðtengingu.Vísir/Vilhelm „Núna lækkuðu vextir um 0,5 prósent í morgun og það er gleðilegt. Það er haft eftir forsætisráðherra að hann sé „í skýjunum“. En mér finnst kannski að fólk þurfi aðeins að vera með jarðtengingu, ekki bara vera í skýjunum.“ Vextir hefðu, þrátt fyrir allt, aðeins lækkað um brotabrot af því sem þeir hefðu hækkað um. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík norður, hafði áður svarað Lilju og var ánægð með að heyra jákvæðni og bjartsýni. „En mér finnst samt óverjanlegt að við erum með hæstu vextina af Evrópulöndunum, að fráskildu Tyrklandi, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Það er eitthvað að. Það er eitthvað að efnahagsstjórninni okkar og staðan sem er uppi núna sýnir hvaða áhrif það hefur þegar við erum með ríkisstjórn, eða efnahagsstjórn, sem skilar auðu og lætur seðlabankann um að stýra efnahagnum.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira