Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 19:01 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra furðar sig á vaxtahækkunum sumra lána hjá fjármálastofnunum. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri segir ástæðuna m.a. vera háa raunvexti. Már Wolfang Mixa dósent við H.Í. telur bankanna geta brugðist öðruvísi við. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ fordæmir hækkanir meðan launafólk hafi haldið að sér höndum. Vísir Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira