Innlent

Erill hjá Keflavíkurlögreglu

MYND/Vísir
Lögreglan í Keflavík handtók fyrir stundu karlmann í bíl í bænum með ætluð fíkniefni og eru yfirheyrslur að hefjast yfir honum. Talið er að hann hafi verið með eitt gramm af amfetamíni í fórum sínum og einhverja sveppi. Í gærkvöldi handtók lögreglan í Keflavík tvo menn í bíl á Hafnargötu og fannst eitt gramm af ætluðu amfetamíni á öðrum þeirra. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Í nótt tók svo Keflavíkurlögreglan ökumann fyrir ölvunarakstur á Reykjanesbraut við Kúagerði. Og eru þá ekki upptalin útköll Keflavíkurlögreglunnar því hún var síðla nætur kölluð að skemmtistað í bænum eftir að dyraverðir þar höfðu lent í vandræðum með einn gesta sinna. Hann var færður í fangageymslur og látinn sofa úr sér þar. Annars var rólegt hjá lögreglu annars staðar á landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×