Erlent

Ákvörðun leiðtoga ESB umdeild

Ákvörðun forystumanna Evrópusambandsins um að útnefna Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, arftaka Romanos Prodis sem forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, mælist afar misjafnlega fyrir. Fréttaskýrendur segja að Barroso hafi orðið fyrir valinu nánast fyrir tilviljun enda hafi hann upphaflega ekki verið í hópi þeirra sem komu helst til greina í embættið. Barroso er hægrimaður en hægrimenn víða um Evrópu bættu við sig fylgi í Evrópukosningunum á dögunum. Þrjár ástæður er sagðar fyrir því að hann hljóti þetta valdamikla embætti: hann hafi rétt flokkskírteini, hafi ekki móðgað neinn og hann ógni engum of mikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×