Erlent

Badenoch nýr leið­togi Í­halds­flokksins

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kemi Badenoch flytur fyrstu ræðu sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins á fundi flokksins í London í dag.
Kemi Badenoch flytur fyrstu ræðu sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins á fundi flokksins í London í dag. Getty

Kemi Badenoch var kjörin nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í dag. Hún er fyrsta hörundsdökka konan til að gegna þessu hlutverki.

Alls greiddu 95.144 atkvæði í atkvæðagreiðslunni sem fram fór á fundi flokksins í Lundúnum. Badenoch hlaut 53.806 atkvæði, um 56 prósent, á móti 41.388 atkvæðum Robert Jenrick. Hún tekur við sem leiðtogi af Rishi Sunak sem leiddi flokkinn frá október 2023 þar til í dag.

Badenoch hefur verið þingmaður frá árinu 2017 og hefur meðal annars gegnt embætti skuggaráðherra Íhaldsflokksins í húsnæðismálum.

Íhaldsmenn þurfi að vera hreinskilnir með stöðuna

Eftir niðurstöðuna sagði Badenoch í ræðu sinni að flokkurinn þyrfti að vera hreinskilinn með stöðu sín og það væri kominn tími til að segja sannleikann.

„Við þurfum að vera hreinskilin, hreinskilin um þá staðreynd að við gerðum mistök, hreinskilin með þá staðreynd að við höfum gefið of mikið eftir,“ sagði hún einnig.

Hún hrósaði sérstaklega mótframbjóðanda sínum, Robert Jenrick, þrátt fyrir óvægna kosningabaráttu og sagðist ekki efast um að hann myndi leika lykilrullu í flokknum næstu árin. Næstu verkefni væru annars vegar að veita ríkisstjórn Verkamannaflokksins aðhald og hins vegar að undirbúa flokkinn fyrir næstu kosningar.


Tengdar fréttir

Tvö eftir í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna

Val flokksmanna breska Íhaldsflokksins stendur nú á milli tveggja fyrrverandi ráðherra flokksins eftir að James Cleverly, fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, helltist úr lestinni í leiðtogakjöri þeirra í dag. Úrslita er ekki að vænta fyrr en í byrjun nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×