Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 10:23 Sigurreif Maia Sandu fagnar endurkjöri eftir seinni umferð forsetakosninganna í Moldóvu í gær. AP/Vadim Ghirda Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024 Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024
Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48