Erlent

Arroyo forseti Filippseyja

Gloria Macapagal Arroyo telst réttkjörinn forseti Filippseyja en úr því var skorið loks í dag, fimm vikum eftir kosningar. Arroyo hlaut 12,9 milljónir atkvæða og sigraði því helsta keppinaut sinn, kvikmyndastjörnuna Fernando Poe Jr., með um einni milljón atkvæða. Andstæðingar Arroyo telja að hún hafi haft rangt við og að ógilda eigi kosningarnar. Líklegra er þó talið að hún verði útnefnd forseti á næstu dögum. Arroyo er hagfræðimenntuð í Bandaríkjunum og talin höll undir stefnu Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×