Viðskipti Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Viðskipti innlent 12.3.2021 17:23 Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“ Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á. Viðskipti innlent 12.3.2021 17:07 „Það er búið að hakka nánast alla hægri vinstri“ Netöryggissérfræðingur segir fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa verið berskjölduð fyrir netárásum vegna alvarlegs öryggisveikleika sem fannst í hinum vinsæla Microsoft Exchange hugbúnaði. Viðskipti innlent 12.3.2021 15:35 Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun hafði áhrif á rekstur OR í fyrra Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) námu 48,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust frá árinu 2020 þegar þær voru 46,6 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2020 var 5,6 milljarðar króna og dróst saman úr 6,9 milljörðum á fyrra ári. Viðskipti innlent 12.3.2021 12:35 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:53 Hinrik og Sigrún fengin til að stýra mannauðsteyminu Hinrik Sigurður Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri mannauðs og ferla hjá Advania og Sigrún Ósk Jakobsdóttir hefur tekið við sem mannauðsstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:19 „Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:00 Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. Viðskipti innlent 12.3.2021 07:14 Oft óþægilegt að efla tengslanetið Við heyrum oft um þetta talað: Tengslanetið skiptir máli! Að þekkja mann og annan er jú eitthvað sem nýtist oft vel í starfi. Og ekkert síður þegar sótt er um ný störf. Að efla tengslanetið er hins vegar verkefni sem mörgum finnst óþægilegt. Enda er okkur mis eðlislægt að tala við fólk eða taka fyrstu skrefin í samskiptum. Hvað þá að halda úti samræðum, þannig að líklegt sé að viðkomandi aðila finnist mikið til okkar koma! Atvinnulíf 12.3.2021 07:01 Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli. Viðskipti erlent 11.3.2021 23:51 Sæmundur tekur við af Guðmundi hjá EFLU Sæmundur Sæmundsson, fyrrverandi forstjóri Borgunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU en hann tekur við stöðunni af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl. Viðskipti innlent 11.3.2021 12:20 Ekki í boði að sækja um viðbótarfrest í ár Lokadagur fyrir skil á skattframtali einstaklinga er á morgun 12. mars en ekki stendur til boða að þessu sinni að sækja um viðbótarfrest líkt og síðustu ár. Viðskipti innlent 11.3.2021 10:09 Einn dregur framboð sitt til stjórnar Icelandair til baka Martin J. St. George hefur dregið framboð sitt til stjórnar Icelandair Group til baka, en eftir standa þá átta frambjóðendur. Viðskipti innlent 11.3.2021 08:51 Upphafsmaður snældunnar er látinn Hollenski verkfræðingurinn Lou Ottens, sem hefur verið eignaður heiðurinn að því að vera uppfinningamaður kasettunnar, er látinn. Hann varð 94 ára. Viðskipti erlent 11.3.2021 07:51 Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. Atvinnulíf 11.3.2021 07:00 Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. Viðskipti innlent 11.3.2021 06:54 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. Viðskipti innlent 10.3.2021 22:29 Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. Viðskipti innlent 10.3.2021 16:28 Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. Viðskipti innlent 10.3.2021 13:34 Berglind Rán nýr formaður Samorku Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, var í dag kjörin formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Samorku í sögu samtakanna. Viðskipti innlent 10.3.2021 12:00 Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. Viðskipti innlent 10.3.2021 10:49 Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. Atvinnulíf 10.3.2021 10:22 Launahækkun og þriggja milljóna króna eingreiðsla til Bjarna Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er með tæplega 2,9 milljónir á mánuði í laun eftir fimmtán prósent launahækkun sem tók gildi um mánaðamótin. Viðskipti innlent 10.3.2021 08:46 Framtíð ferðaþjónustunnar: Katrín ræðir stöðu og horfur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænan, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. Viðskipti innlent 10.3.2021 08:45 Aldrei meira að gera á íbúðamarkaði og aldrei minna framboð Aldrei hefur verið meira að gera á fasteignamarkaði hér á landi en í janúar síðastliðnum og á sama tíma hefur framboð á íbúðum aldrei mælst minna á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10.3.2021 07:05 BMW og Daimler selja Park Now til EasyPark Þýsku bílaframleiðendurnir BMW Group og Daimler hafa undirritað kaupsamning um sölu á dótturfélaginu Park Now Group til hins sænska EasyPark Group. Viðskipti erlent 9.3.2021 12:57 Bein útsending: Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra munu kynna úthlutun ársins 2021 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða á sameiginlegum fundi klukkan 13:30. Viðskipti innlent 9.3.2021 12:55 LLCP kaupir meirihluta í Creditinfo Group Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) hefur keypt meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móðurfélags Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 9.3.2021 11:12 Særún Ósk Pálmadóttir ráðin til KOM Særún Ósk Pálmadóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf en hún starfaði síðast sem samskiptastjóri Haga. Þar áður var Særún samskiptaráðgjafi hjá Aton.JL á árunum 2016 til 2019 og hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo sem sérfræðingur í samskiptum sem og verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Viðskipti innlent 9.3.2021 10:24 Innanlandsflug einnig undir merkjum Icelandair Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður samþætt undir merkjum Icelandair. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair, en leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum næsta, 16. mars. Viðskipti innlent 9.3.2021 07:49 « ‹ 277 278 279 280 281 282 283 284 285 … 334 ›
Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Viðskipti innlent 12.3.2021 17:23
Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“ Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á. Viðskipti innlent 12.3.2021 17:07
„Það er búið að hakka nánast alla hægri vinstri“ Netöryggissérfræðingur segir fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa verið berskjölduð fyrir netárásum vegna alvarlegs öryggisveikleika sem fannst í hinum vinsæla Microsoft Exchange hugbúnaði. Viðskipti innlent 12.3.2021 15:35
Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun hafði áhrif á rekstur OR í fyrra Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) námu 48,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust frá árinu 2020 þegar þær voru 46,6 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2020 var 5,6 milljarðar króna og dróst saman úr 6,9 milljörðum á fyrra ári. Viðskipti innlent 12.3.2021 12:35
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:53
Hinrik og Sigrún fengin til að stýra mannauðsteyminu Hinrik Sigurður Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri mannauðs og ferla hjá Advania og Sigrún Ósk Jakobsdóttir hefur tekið við sem mannauðsstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:19
„Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:00
Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. Viðskipti innlent 12.3.2021 07:14
Oft óþægilegt að efla tengslanetið Við heyrum oft um þetta talað: Tengslanetið skiptir máli! Að þekkja mann og annan er jú eitthvað sem nýtist oft vel í starfi. Og ekkert síður þegar sótt er um ný störf. Að efla tengslanetið er hins vegar verkefni sem mörgum finnst óþægilegt. Enda er okkur mis eðlislægt að tala við fólk eða taka fyrstu skrefin í samskiptum. Hvað þá að halda úti samræðum, þannig að líklegt sé að viðkomandi aðila finnist mikið til okkar koma! Atvinnulíf 12.3.2021 07:01
Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli. Viðskipti erlent 11.3.2021 23:51
Sæmundur tekur við af Guðmundi hjá EFLU Sæmundur Sæmundsson, fyrrverandi forstjóri Borgunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU en hann tekur við stöðunni af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl. Viðskipti innlent 11.3.2021 12:20
Ekki í boði að sækja um viðbótarfrest í ár Lokadagur fyrir skil á skattframtali einstaklinga er á morgun 12. mars en ekki stendur til boða að þessu sinni að sækja um viðbótarfrest líkt og síðustu ár. Viðskipti innlent 11.3.2021 10:09
Einn dregur framboð sitt til stjórnar Icelandair til baka Martin J. St. George hefur dregið framboð sitt til stjórnar Icelandair Group til baka, en eftir standa þá átta frambjóðendur. Viðskipti innlent 11.3.2021 08:51
Upphafsmaður snældunnar er látinn Hollenski verkfræðingurinn Lou Ottens, sem hefur verið eignaður heiðurinn að því að vera uppfinningamaður kasettunnar, er látinn. Hann varð 94 ára. Viðskipti erlent 11.3.2021 07:51
Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. Atvinnulíf 11.3.2021 07:00
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. Viðskipti innlent 11.3.2021 06:54
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. Viðskipti innlent 10.3.2021 22:29
Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. Viðskipti innlent 10.3.2021 16:28
Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. Viðskipti innlent 10.3.2021 13:34
Berglind Rán nýr formaður Samorku Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, var í dag kjörin formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Samorku í sögu samtakanna. Viðskipti innlent 10.3.2021 12:00
Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum. Viðskipti innlent 10.3.2021 10:49
Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. Atvinnulíf 10.3.2021 10:22
Launahækkun og þriggja milljóna króna eingreiðsla til Bjarna Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er með tæplega 2,9 milljónir á mánuði í laun eftir fimmtán prósent launahækkun sem tók gildi um mánaðamótin. Viðskipti innlent 10.3.2021 08:46
Framtíð ferðaþjónustunnar: Katrín ræðir stöðu og horfur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænan, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. Viðskipti innlent 10.3.2021 08:45
Aldrei meira að gera á íbúðamarkaði og aldrei minna framboð Aldrei hefur verið meira að gera á fasteignamarkaði hér á landi en í janúar síðastliðnum og á sama tíma hefur framboð á íbúðum aldrei mælst minna á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10.3.2021 07:05
BMW og Daimler selja Park Now til EasyPark Þýsku bílaframleiðendurnir BMW Group og Daimler hafa undirritað kaupsamning um sölu á dótturfélaginu Park Now Group til hins sænska EasyPark Group. Viðskipti erlent 9.3.2021 12:57
Bein útsending: Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra munu kynna úthlutun ársins 2021 úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða á sameiginlegum fundi klukkan 13:30. Viðskipti innlent 9.3.2021 12:55
LLCP kaupir meirihluta í Creditinfo Group Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) hefur keypt meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móðurfélags Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 9.3.2021 11:12
Særún Ósk Pálmadóttir ráðin til KOM Særún Ósk Pálmadóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf en hún starfaði síðast sem samskiptastjóri Haga. Þar áður var Særún samskiptaráðgjafi hjá Aton.JL á árunum 2016 til 2019 og hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo sem sérfræðingur í samskiptum sem og verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Viðskipti innlent 9.3.2021 10:24
Innanlandsflug einnig undir merkjum Icelandair Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður samþætt undir merkjum Icelandair. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair, en leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum næsta, 16. mars. Viðskipti innlent 9.3.2021 07:49