Viðskipti

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%.

Viðskipti innlent

Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent

Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði.

Viðskipti erlent

Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp

Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 

Viðskipti innlent

Eva Bergþóra stýrir samskiptum hjá borginni

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Eva Bergþóra er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars verið fréttaritari Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Viðskipti innlent

Össur hagnaðist um milljarð í fyrra

Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum.

Viðskipti innlent

Skelltu límmiða á Loft og fengu söluleyfið aftur

Umbúðir bjórsins Lofts, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði sett sölubann á vegna brots á lögum um tóbaksvarnir, hafa verið ritskoðaðar og leyfi fengist til að selja bjórinn í ÁTVR á nýjan leik. Bruggmeistari eyddi deginum í að útbúa nýjar umbúðir og gerir ráð fyrir að bjórinn fari í hillur á morgun.

Viðskipti innlent

Net­á­rás olli truflunum á þjónustu Símans

Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Önnur lota Wall Street við netverja

Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum.

Viðskipti erlent

„Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“

„Ætli það hafi ekki verið þegar Berlínarmúrinn féll,“ svarar Sigríður Snævarr þegar hún er spurð um það, hvaða atburður eða minning standi helst uppúr þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni árið 1978 og í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna.

Atvinnulíf

Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun

Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 

Viðskipti innlent

„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“

Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið.

Atvinnulíf

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina

Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.

Viðskipti innlent

Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin.  

Atvinnulíf

Hefja sölu­með­ferð á hlutum í Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis.

Viðskipti innlent