Viðskipti innlent

Ráðinn til Fossa markaða

Atli Ísleifsson skrifar
Hreggviður Ingason.
Hreggviður Ingason. Fossar

Hreggviður Ingason hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður safnastýringar hjá eignastýringu Fossa markaða.

Í tilkynningu segir frá því að Hreggviður búi yfir áralangri reynslu af fjármálum og bankastarfsemi.

„Hann kemur til Fossa markaða frá Lífsverki lífeyrissjóði þar sem hann starfaði sem forstöðumaður eignastýringar frá árinu 2016. Þar áður hafði Hreggviður umsjón með uppgjöri afleiðusafns Glitnis frá 2010 til 2016 og var forstöðumaður fjárstýringar VBS fjárfestingarbanka á árunum 2007 til 2010. Samhliða störfum hefur hann meðal annars sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík og setið sem sérfróður meðdómsmaður í fjölda mála sem hafa krafist sérfræðiþekkingar á sviði fjármála.

Hreggviður er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann lauk meistaragráðu í hagfræði frá Boston University árið 2005 og útskrifaðist einnig með meistaragráðu í fjármálastærðfræði frá University of Warwick í Bretlandi árið 2006. Auk þess hefur Hreggviður lokið námi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×