Atvinnulíf

Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Flesta foreldra dreymir um að vera til staðar fyrir börnin sín og síðar barnabörn. En það að vinna 55 stundir eða meira á viku eykur líkurnar á því að um öðru hvoru megin við fimmtugsaldurinn fari heilsan að bresta. Birtingarmyndirnar eru ólíkar en afleiðingarnar oft þær að viðkomandi deyr of ungur og frá sínum nánustu. 
Flesta foreldra dreymir um að vera til staðar fyrir börnin sín og síðar barnabörn. En það að vinna 55 stundir eða meira á viku eykur líkurnar á því að um öðru hvoru megin við fimmtugsaldurinn fari heilsan að bresta. Birtingarmyndirnar eru ólíkar en afleiðingarnar oft þær að viðkomandi deyr of ungur og frá sínum nánustu.  Vísir/Getty

Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 

Ef þú ert í hópi þeirra sem vinnur 55 klukkustundir eða meira á viku, er tilefni til að staldra við. 

Því samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar má búast við því að öðru hvoru megin við fimmtugsaldurinn skili þessi mikla vinna sér í því að eitthvað í heilsunni brestur.

Þessir heilsubrestir geta verið af ýmsum toga.

 Og oft eru þeir þannig að fólk tengir dauðsfallið ekki við það að hafa unnið of mikið.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar deyja fleiri í heiminum í dag af of mikilli vinnu, en af Malaríu.

Hollt mataræði og hreyfing ekki nóg

Í grein BBC er tekið dæmi um 53 ára gamla konu, sem vegnar vel í starfi og taldi sig lifa heilbrigðu og góðu lífi.

Stundaði hreyfingu og lagði áherslu á hollt mataræði.

Þessi kona var hins vegar vön því að vinna á kvöldin og um helgar. Svona þegar þess þurfti.

Þegar hún fór fyrst að finna fyrir einhverjum óvenjulegum verkjum, var hennar fyrsta hugsun:

 „Nei, ég má nú ekkert vera að því núna að verða veik. Það er hreinlega alltof mikið að gera!“

Konan endaði með að fá hjartaáfall. En lifði það sem betur fer af. 

Ekki eru þó allir hins svo heppnir. Því árlega deyja 750 þúsund manns langt fyrir aldur fram, sem rakið er til of mikillar vinnu. 

Það er ekki nóg að stunda hreyfingu og hollt matarræði því í heiminum fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr í kjölfar of mikillar vinnu. Niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar á þetta sérstaklega við um fólk sem vinnur 55 stundir eða meira á viku. Er vinnan þess virði?Vísir/Getty

Of seint að draga úr vinnunni um fimmtugt

Rannsóknin stóð yfir frá árinu 2000 til ársins 2016. 

Þátttakendur í rannsókninni voru um allan heim.

Niðurstöðurnar sýna meðal annars að staðan fer versnandi með hverju árinu.

Þannig mælast um 9% fólks vinna of mikið í dag, sem er hærra hlutfall en var um aldamótin þegar rannsóknin hófst.

Verst mælist staðan í Suðaustur Asíu. Það er meðal annars er rakið til þess að þar eru laun mjög lág og erfitt fyrir fólk að framfleyta sér nema með of mikilli vinnu.  Í sumum löndum mælast jafnvel börn í áhættuhópi.

Evrópa virðist koma ágætlega út við fyrstu sýn.

Og þó.

Því niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meðaltal vinnustunda í Evrópu mælist lægra yfir árið því þar fær fólk að jafnaði lengra sumarfrí og meira frí í kringum hátíðar.

En vinnur mikið á milli fría. 

Þá sýna niðurstöðurnar að oft fer of mikil vinna ekki að bitna á heilsunni, fyrr en öðru hvoru megin við fimmtugt. 

 Nú kann sumum að finnast það hljóma langsótt að fólk hreinlega deyi af völdum of mikillar vinnu.

En rýnum aðeins betur í málin.

Kulnun og umræða um kulnun er eitt dæmi um það hvernig of mikil vinna og álag er að hafa slæm áhrif á heilsuna.

Þá hefur lífstílssjúkdómum farið fjölgandi.

Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt að þegar að fólk vinnur of mikið, er meiri hætta á að hollt matarræði eða hreyfing sitji á hakanum.

Og nú hefur þessi rannsókn sýnt fram á að fólk sem vinnur 55 stundir eða meira á viku, er líklegra til að deyja langt fyrir aldur fram.

Í umfjöllun BBC er mælt með því að vinnustaðir fari í auknum mæli að skoða fleiri leiðir til að auka sveigjanleika í starfi.

Þá er því haldið fram að stjórnvöld þurfi að skoða aðgerðir af sinni hálfu.

Einstaklingar þurfa líka að líta í eiginn barm.

Því það að ætla að gera það um fimmtugt gæti hreinlega verið of seint.

Nánar má lesa um rannsóknina á vefsíðu BBC Worklife.


Tengdar fréttir

Vinnualkar og helstu einkenni þeirra

Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu.

„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“

„Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum.

Það vilja allir vera „Svalir“

Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn.

Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30

Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×