Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“ Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“
Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32