Borgarstjóri segir bagalegt að slökkva þurfi á hleðslustöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Straumur verður tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík á morgun. Óvissa ríkir um hvenær hægt verður að taka stöðvarnar, sem telja meirihluta stöðva sem borgin rekur, aftur í notkun. Borgarstjóri segir málið bagalegt. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“ Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar, ON, hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar, og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. Borgin hefur farið fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Nefndin hefur gefið Ísorku og ON frest til 30. júní til að skila umsögnum um málið. „Eftir það gefur nefndin sér einhvern tíma til þess að skoða þessa beiðni og vonandi gengur það hratt fyrir sig og vonandi verða þessar umsagnir jákvæðar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á Skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Guðmundur segir bæði félög hafa lýst því yfir að þau séu jákvæð fyrir áframhaldandi rekstri stöðvanna. Þó er ljóst að slökkt verður á þeim á morgun, og þær óvirkar að minnsta kosti þar til kærunefndin hefur tekið afstöðu til beiðni Reykjavíkur um frestun réttaráhrifa. Hann segir að borgin þori ekki öðru en að óska eftir því að straumur verði tekinn af stöðvunum, þar sem kærunefndin hefur úr að ráða dagsektarheimildum sem nema allt að hálfri milljón á dag, hlíti borgin ekki úrskurðinum. „Þetta er smá bakslag en vonandi komumst við bara á fullt aftur þegar búið er að greiða úr þessu.“ Borgarstjóri segir bagalegt að úrskurðurinn leiði til þess að slökkva þurfi á stöðvunum. „Því að þær eru settar upp fyrir þá borgarbúa sem ekki eiga gott með að hlaða rafbíla heima hjá sér eða í vinnu. Okkur finnst það hluti af því að hraða orkuskiptum í samfélaginu að vera með aðgengilegar stöðvar fyrir þann hóp.“
Bílar Vistvænir bílar Orkumál Reykjavík Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32