Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:01 Kærunefnd útboðsmála ógilti samning Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar um hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Borgin sendi ON bréf í dag um að slökkt yrði á stöðvunum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber. Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber.
Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira