Viðskipti innlent

Kaffitár selt

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári.

Viðskipti innlent

Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu

Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði.

Viðskipti innlent

Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar.

Viðskipti innlent