Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Þrýstingur hefur verið á framlegð Haga undanfarið. Fréttablaðið/Sigtryggur Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í verslunarrisanum í 43,4 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Mælir hagfræðideildin með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að þrátt fyrir mikla aukningu í sölu valdi þrýstingur á framlegð Haga því að félagið hafi lækkað afkomuhorfur sínar fyrir yfirstandandi rekstrarár úr 5.000 milljónum króna í 4.600 til 4.700 milljónir króna. Samkeppnin sé því enn hörð á matvörumarkaði. Greinendur Landsbankans taka fram að fylgjast þurfi vel með framgangi sameiningar félagsins við Olís, sem gekk endanlega í gegn í lok nóvember í fyrra, á komandi mánuðum. Markaðir með eldsneyti og matvöru séu að ganga í gegnum breytingar og Hagar fái stórt smásölunet út úr viðskiptunum. „Sameiningin við Olís felur í sér ýmis tækifæri fyrir verslunarrisann en óvissa er um hver næstu skref verða hjá sameinuðu fyrirtæki í átt að aukinni hagkvæmni ásamt því að vænt samlegð á eftir að koma í ljós,“ segir í verðmati hagfræðideildarinnar. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir áframhaldandi vexti tekna Haga á komandi árum, bæði vegna kaupanna á Olís og einnig vegna undirliggjandi vaxtar. Telja þeir að tekjurnar aukist um 30 prósent á næsta rekstrarári, frá mars 2019 til febrúar 2020, um 4,5 prósent á rekstrarárinu þar á eftir og að framtíðarvöxtur verði 3,5 prósent. Þá telur hagfræðideildin jafnframt að minni kortavelta og einkaneysla sé „tímabundin afleiðing óvissu“. Gerir deildin ráð fyrir að framlegðarhlutfall Haga muni leita upp á við og að EBITDA-hlutfall, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta sem hlutfall af tekjum, verði 6,8 prósent á næsta rekstrarári og 7,0 prósent þar á eftir. Til samanburðar var umrætt hlutfall 5,6 prósent á síðasta rekstrarári Haga. Í verðmatinu er auk þess bent á að ríflegar hækkanir lægstu launa muni hafa neikvæð áhrif á afkomu Haga en jafnframt mögulega flýta fyrir sjálfvirknivæðingu í verslunum félagsins. Við núverandi aðstæður, þar sem hlutfall launa af framlegð sé í kringum 44 prósent, sé „morgunljóst“ að launahækkunum verði velt út í verðlag að miklu leyti. Er bent á að launahlutfall félagsins hafi undanfarin ár farið úr 35 til 36 prósentum í 44 prósent. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu ekki ljósar en miðað við lægstu tölur sem komið hafa frá forsvarsmönnum hennar og ýtrustu kröfur Samtaka atvinnulífsins megi gera ráð fyrir að launakostnaður Haga hækki árlega um 800 til 2.500 milljónir króna næstu þrjú árin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira