Viðskipti innlent

„Ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska“

Jakob Bjarnar skrifar
25 lykilstjórnendur bankanna þriggja fengu alls 944 milljónir í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur í fyrra.
25 lykilstjórnendur bankanna þriggja fengu alls 944 milljónir í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur í fyrra.
Meðallaun forstjóra og/eða framkvæmdastjóra norskra fyrirtækja í einkageiranum á síðasta ári voru ein milljón íslenskra króna á mánuði eða sem nemur 900 þúsund norskum krónum í árslaun. Stjórnendur opinberra fyrirtækja og stofnana voru að meðaltali með 1,280 þúsund í mánaðarlaun.

Þetta segir Halldór Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Hörpu en hann starfar nú fyrir bókmenntamiðstöðina Norla sem stjórnar þátttöku Noregs í bókamessunni í Frankfurt í ár. Noregur er þar sérlegur heiðursgestur.

Halldór Guðmundsson segir háðskur að það sé auðvitað svo að ólíkt harðar sé slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska.Vísir/Anton Brink
Halldór þekkir þannig vel til í Noregi en hann vitnar í þessu samhengi í umfjöllun sem finna má í Aftenposten sem byggir á tölum norsku hagstofunnar. Halldór segir þetta fróðlegt í umræðunni um samkeppnishæfi íslenskra forstjóralauna, en vart ætti að þurfa að rifja upp þá umræðu sem lýst hefur verið sem sprengju inní karadeilur yfirstandandi.

„Hæst voru forstjóralaun í olíubransanum, 2,8 milljónir á mánuði, en meðallaun norskra bankastjóra voru 2.3 milljónir á mánuði. Meðaltalshækkanir á árinu voru 2-3 %. Bónusar eru meðtaldir, en ekki bílastyrkir eða hlutabréfaopsjónir.“

Og Halldór bætir svo við, nokkuð háðskur: „En það er auðvitað ólíkt harðar slegist um íslenska stjórnendur erlendis en norska.“

Athugasemd: Í fyrri fyrirsögn var fullyrt að íslenskir forstjórar og stjórnendur væru með miklu hærri laun en norskir kollegar þeirra. Var vísað til samanburðarins að ofan sem tekur einnig til millistjórnenda. Í úttekt BBC frá því í janúar eru norskir forstjórar sagðir með í kringum 10 milljónir króna í mánaðarlaun.


Tengdar fréttir

Launahækkun forsenda þess að hæft fólk fengist

Bankaráð Landsbankans hafði áhyggjur af því að ekki yrði hægt að ráða hæfasta bankastjórann á þeim kjörum sem fyrrverandi bankastjóri var á. Formaður ráðsins telur að hófs hafi verið gætt með tilliti til starfskjarastefnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×