Viðskipti innlent

Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi

Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Viðskipti innlent

Átök í Högum

Samherji er skráður fyrir 5,1 prósents hlut í Högum. Þá hefur félagið gert framvirka samninga um kaup 4,12 prósenta hlutar til viðbótar.

Viðskipti innlent

Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði

Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara.

Viðskipti innlent

Segir banka á eftir sér og Björk

Jónas Freydal, eigandi íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco, kennir valdaklíkum og bönkum um að hafa komið rekstri Goecco á kné. Þetta kemur fram í tölvupósti Jónasar til viðskiptavina. Hann segir bankana á eftir einstaklingum sem dirfist að hafa skoðanir, líkt og Björk og Sigur Rós.

Viðskipti innlent